Birthmark (1994-95)

Birthmark

Dúettinn Birthmark vakti nokkra athygli fyrir breiðskífu sína Unfinished novels þegar hún kom út 1994 en sveitin átti sér töluvert langan aðdraganda.

Þeir félagar, Svanur Kristbergsson og Valgeir Sigurðsson höfðu starfrækt dúóið Orange empire í nokkur ár (frá árinu 1989) og þó svo að sú sveit starfaði mestmegnis í hljóðverum settu þeir félagar hljómsveit saman tengt nafninu, sem kom fram m.a. á tónleikum með Tori Amos.

Þegar kom að því að gefa út breiðskífu árið 1994 ákváðu þeir að skipta um nafn og kölluðu sig Birthmark, undir því nafni kom platan Unfinished novels út og nutu þeir þar fulltingis hljóðfæraleikara sem leikið höfðu með þeim opinberlega undir Orange empire nafninu.

Platan hlaut gríðarlegan góðar viðtökur gagnrýnenda og fékk hún mjög góða dóma í Morgunblaðinu og Helgarpóstinum, og ágæta í DV, þá var hún kjörin plata ársins af spekingum Tónlistartíðinda. Unfinished novels kom út í þrjú þúsund tölusettum eintökum.

Þeir Svanur og Valgeir störfuðu ekki lengi eftir útgáfu plötunnar, Birthmark leystist smám saman upp og þegar sveitinni bauðst samningur hjá óháðu bresku útgáfufyrirtæki var hún löngu hætt.

Birthmark náði að eiga lag í kvikmyndinni Ein stór fjölskylda og einnig kom út lag með sveitinni á safnplötunni Pottþétt vitund (1997).

Efni á plötum