Birkir Þór Guðmundsson – Efni á plötum

Birkir Þór Guðmundsson – Á afskekktum stað [ep] Útgefandi: Birkir Þór Guðmundsson Útgáfunúmer: BG 9701 Ár: 1997 1. Á afskekktum stað 2. Gæslumaðurinn 3. Þröngsýni 4. Dýrafjörður Flytjendur: Birkir Þór Guðmundsson – söngur [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Big nós band (1982-83)

Big nós band var ekki eiginleg hljómsveit heldur aukasjálf Pjeturs Stefánssonar tónlistar- og myndlistamanns en hann hóaði saman í hljómsveit þegar kom að því að gefa út plötu. Sveitin sem var stofnuð snemma árs 1982 kom a.m.k. tvisvar fram undir nafninu Stockfield big nose band, m.a. á Melarokki en þegar platan kom út hafði því…

Big nós band – Efni á plötum

Big nós band – Tvöfalt siðgæði Útgefandi: Gallerí Austurstræti 8 Útgáfunúmer: PS 001 Ár: 1983 1. Gribban 2. Fullnægðu mér 3. Ökuþórinn Steindór 4. Bak við gler 5. Get ekki hætt 6. Nýbylgjustöff 7. Mér er sama 8. Íslenskt lag 9. Rythm blues 10. Piano 11. Tvöfalt siðgæði 12. Tónstiginn Flytjendur: Pétur Stefánsson – söngur,…

Bigg-fí-band (1975-77)

Bigg-fí-band var hljómsveit starfrækt á Héraði um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1975 og var til að byrja með dúett sem þeir Birgir Björnsson hljómborðsleikari og Friðjón Jóhannsson gítarleikari skipuðu. Réttu ári síðan bættust þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari og Þórarinn Rögnvaldsson gítarleikari í sveitina og við þær breytingar færði…

Bikkjubandið (um 1960)

Tríó, hugsanlega harmonikkutríó var starfandi í kringum 1960 og var skipað þremur vinnufélögum af tilraunabúinu að Hesti í Borgarfirðinum. Bikkjubandið lék á dansleikjum í Borgarfirðinum en ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi þess, utan að Birgir Hartmannsson var einn þeirra.

Bilun (1987)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Bilun sem starfaði í Reykjadal í Suður-Þingeyjasýslu og tók þátt í hljómsveitakeppni á vegum Menningasamtaka Norðurlands (MENOR) og Svæðisútvarpsins á Akureyri vorið 1987. Sveitin hafnaði í fjórða og síðasta sæti keppninnar. Allar frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.

Bimbó tríó (1962-65)

Bimbó tríó var unglingasveit starfandi á Selfossi og nágrenni, á árunum 1962 til 65 og var lengst af það sem kallað var gítarhljómsveit í anda The Shadows enda kölluðu þeir sig upphaflega Skugga. Meðlimir sveitarinnar voru Ólafur Þórarinsson gítarleikari, Guðmundur Benediktsson gítarleikari og Kristján Jens Kristjánsson trommuleikari en þeir voru aðeins 11 og 12 ára…

Birds (1987-88)

Hljómsveitin Birds (Fuglar) var sett á stofn fyrir tónlistarsýninguna Allt vitlaust, sem sýnd var á Broadway árið 1987. Það voru þeir Björn Thoroddsen gítarleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Rúnar Georgsson og Stefán S. Stefánsson saxófónleikarar og Gunnar Þórðarson gítarleikari sem skipuðu Birds en Gunnar var jafnframt hljómsveitarstjóri. Söngvarar í sýningunni…

Birgir & the Mind stealers (1997)

Litlar sem engar upplýsingar finnast um flytjanda sem gaf út fimm laga plötu haustið 1997 til styrktar Geðhjálp undir nafninu Birgir & the mind stealers. Platan hlaut nafnið Who is stealing my mind? og innihélt m.a. gamla ELO / Olivia Newton John smellinn Xanadu í tveim útgáfum. Ýmsir nafnkunnir tónlistarmenn komu við sögu á plötunni…

Birgir & the Mind stealers – Efni á plötum

Birgir & the mind stealers – Who is stealing my mind? [ep] Útgefandi: Geðhjálp Útgáfunúmer: GH001 Ár: 1997 1. Spooky 2. Baby loves 3. Xanadu-today 4. Haunted 5. Xanadu-oldy’s Flytjendur: Birgir [?] – söngur og tal Ester Jökulsdóttir – söngur Þórður Guðmundsson – bassi Hafþór Guðmundsson – trommur Siggeir Pétursson – raddir Njáll Þórðarson –…

Birgir Hartmannsson (1937-)

Birgir Hartmannsson er kunnur harmonikkuleikari og hefur leikið bæði einn og með hljómsveitum sem slíkur. Birgir fæddist 1937 í Fljótum í Skagafirði og bjó nyrðra þar til hann fluttist á Suðurlandið um 1960. Hann var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal og starfaði við bústörf, fangavörslu og fleira. Birgir heillaðist snemma af harmonikkunni og eignaðist sína…

Birgir Helgason – Efni á plötum

Kór Barnaskóla Akureyrar – Árstíðirnar & Siggi og Logi Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T10 Ár: 1973 1. Árstíðirnar (söngleikur e. Jóhannes úr Kötlum – tónlist e. Birgi Helgason) 2. Siggi og Logi (saga í ljóðum e. Margréti Jónsdóttur – tónlist e. Sigfús Halldórsson) Flytjendur: Kór Barnaskóla Akureyrar – söngur undir stjórn Birgis Helgasonar Björg Gísladóttir –…

Birgir Helgason (1934-2019)

Birgir Helgason gegndi stóru hlutverki í akureysku tónlistarlífi lengi vel en hann stjórnaði m.a. Kór Barnaskóla Akureyrar í áratugi. Birgir Hólm Helgason fæddist 1934 á Akureyri, lærði ungur á orgel, fyrst hjá Þorsteini Jónssyni og síðan Jóni Áskelssyni og fleirum áður en hann gekk í Tónlistarskólanna á Akureyri, þar sem hann nam einnig fiðluleik. Hann…

Birgir Marinósson (1939-2019)

Tónlistarmaðurinn Birgir Marinósson var um tíma nokkuð áberandi í norðlensku tónlistarlífi en hann starfaði þá með hljómsveitum og var þekktur textahöfundur. Birgir var frá Árskógsströnd í Eyjafirði (fæddur 1939) en bjó lengst af á Akureyri. Hann starfaði fyrst með hljómsveitum við Samvinnuskólann á Bifröst í kringum 1960, lék á gítar og víbrafón og lék þá…

Birgir Gunnlaugsson (1956-)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, m.a. starfrækt hljómsveit í eigin nafni og komið á fót krakkasönghópnum Rokklingunum sem naut mikillar hylli um og upp úr 1990. (Gunnlaugur) Birgir Gunnlaugsson er fæddur 1956 og var snemma farinn að syngja og spila á gítar. Hann lék með fjölda sveita s.s. Fjörkum, Tríói…

Birkir Þór Guðmundsson (1964-)

Birkir Þór Guðmundsson (f. 1964), oft kallaður rokkbóndinn, sendi árið 1997 frá sér fjögurra laga plötuna Á afskekktum stað en titill plötunnar vísar til heimabyggðar hans á Ingjaldssandi en Birkir er þaðan. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um tónlistarferil Birkis utan þess að hann tróð upp stöku sinnum í fjárhúsunum heima hjá sér á Hrauni…

Afmælisbörn 6. ágúst 2018

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum líta dagsins ljós að þessu sinni: Jóhann Helgason er sextíu og níu ára í dag. Jóhann er einn okkar fremsti lagahöfundur og söngvari og á ógrynni laga sem allir þekkja, meðal þeirra má nefna Söknuður, Seinna meir, Take your time og Karen svo fáein dæmi séu nefnd. Jóhann hefur starfað með…