Litlar sem engar upplýsingar finnast um flytjanda sem gaf út fimm laga plötu haustið 1997 til styrktar Geðhjálp undir nafninu Birgir & the mind stealers. Platan hlaut nafnið Who is stealing my mind? og innihélt m.a. gamla ELO / Olivia Newton John smellinn Xanadu í tveim útgáfum.
Ýmsir nafnkunnir tónlistarmenn komu við sögu á plötunni s.s. Siggeir Pétursson og Njáll Þórðarson úr Vinum vors og blóma og það leiðir líkum að því að umræddur Birgir sé Nielsen og trommuleikari úr sömu sveit (auk Lands og sona o.fl.).
Xanadu fékk þokkalega spilun í útvarpi og var í nokkrar vikur á Íslenska listanum.