Andlát – Stefán Karl Stefánsson (1975-2018)

Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein, rúmlega fjörutíu og þriggja ára gamall. Stefán Karl fæddist í Hafnarfirði 10. júlí 1975. Hann lék fyrst á sviði með Leikfélagi Hafnarfjarðar á fjórtánda ári og síðan m.a. í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins 1994, löngu áður en hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands (1999). Hann lék ótal…

Bíórokk [tónlistarviðburður] (1992)

Bíórokk voru tónleikar sem haldnir voru sumarið 1992 í Laugardalshöll og voru partur af kvikmyndinni Stuttur frakki. Það voru Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar og Art film sem stóðu að tónleikunum sem haldnir voru 16. júní 1992 en þeir voru á saman tíma sögusvið kvikmyndarinnar Stuttur frakki sem Gísli Snær Erlingsson leikstýrði og frumsýnd var síðan…

Bísa blús bandið (1978)

Bísa blús bandið var eins konar angi af Kamarorghestunum og var starfrækt haustið 1978. Sveitin starfaði líklega í fáeinar vikur og voru meðlimir hennar Björgúlfur Egilsson (Böggi), Kristján Pétur Sigurðsson og Einar Vilberg. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipanin var.

Bítlarnir [1] (1964)

Þótt ótrúlegt sé voru fyrstu íslensku Bítlarnir tvöfaldur söngkvartett sem kom fram á 17. júní skemmtun á Arnarhóli árið 1964. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þennan kvartett eða hvort söngprógram þeirra hafi að einhverju leyti tengst hinum bresku bítlum (The Beatles) og er hér með óskað eftir upplýsingum um það.

Bítlarnir [2] (1974-75)

Veturinn 1974 til 75 starfrækti tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson tríóið Bítlana. Meðlimir Bítlanna voru auk Birgis (sem lék á gítar og söng), Grétar Guðmundsson trommuleikari og Gunnar Bernburg bassaleikari. Sveitin hætti störfum sumarið 1975.

Bítlavinafélagið (1986-90)

Saga Bítlavinafélagsins er í raun svolítið sérstök, sveitin byrjaði sem undirleikur fyrir kór, þá tók við tónleikadagskrá tengd John Lennon, útgáfa platna með frumsömdu og eldri íslenskum bítlalögum með hæfilegu glensi og við miklar vinsældir en endaði með alvarlegri frumsaminni tónlist sem sló ekki eins í gegn. Sveitin sendi frá sér nokkrar plötur. Upphaf sveitarinnar…

Bítlavinafélagið – Efni á plötum

Bítlavinafélagið – Til sölu [ep] Útgefandi: Hið íslenska bítlavinafélag Útgáfunúmer: HÍB 001 Ár: 1986 1. Þrisvar í viku 2. Alveg orðlaus 3. Stand by me 4. Twist and shout 5. Oh Yoko Flytjendur: Jón Ólafsson – píanó, orgel og söngur Haraldur Þorsteinsson – bassi Rafn Jónsson – trommur Stefán Hjörleifsson – gítar Eyjólfur Kristjánsson –…

Bjakk (1995)

Hljómsveitin Bjakk kom úr Borgarfirðinum og starfaði að öllum líkindum í skamman tíma. Árið 1995. Meðlimir sveitarinnar voru Halldór Hólm Kristjánsson gítarleikari, Orri Sveinn Jónsson trommuleikari og Bjarni Helgason bassaleikari.

Bjargvætturinn Laufey (1986?)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Bjargvætturinn Laufey en hún starfaði í skamman tíma í Kvennaskólanum, líklega árið 1986, og skartaði tveimur trommuleikurum. Fyrir liggur að í bandinu voru Einar Rúnarsson hljómborðsleikari,  Stefán Hilmarsson söngvari og Björgvin Ploder trommuleikari sem síðar störfuðu með Sniglabandinu og má því segja að sveitin hafi…

Bjarkarlandsbræður (?)

Bræðurnir Trausti, Bragi og Sigurður Árnasynir frá Bjarkarlandi í V-Eyjafjallahreppi léku á árum áður margsinnis á dansleikjum í sinni heimabyggð og jafnvel víðar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær en það hefur líklega verið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Þeir Bjarkarlandsbræður eins og þeir voru kallaðir, léku ýmist tveir eða þrír saman og sjálfsagt…

Bjarkarkvartettinn (1994-96)

Bjarkarkvartettinn var söngkvartett karla starfandi innan Samkórsins Bjarkar í Austur-Húnavatnssýslu á árunum 1994-96 að minnsta kosti. Kvartettinn skipuðu þeir Gestur Þórarinsson, Júlíus Óskarsson, Steingrímur Ingvarsson og Kristófer Kristjánsson en ekki liggur fyrir hvaða raddir þeir sungu. Stjórnandi samkórsins var á þessum tíma Sólveig Einarsdóttir og Guðmundur Hagalín annaðist undirleik á harmonikku með Bjarkarkvartettnum.

Afmælisbörn 21. ágúst 2018

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari á sextíu og níu ára afmæli í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…