Bíórokk [tónlistarviðburður] (1992)

Frá Bíórokk tónleikunum í Laugardalshöll

Bíórokk voru tónleikar sem haldnir voru sumarið 1992 í Laugardalshöll og voru partur af kvikmyndinni Stuttur frakki.

Það voru Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar og Art film sem stóðu að tónleikunum sem haldnir voru 16. júní 1992 en þeir voru á saman tíma sögusvið kvikmyndarinnar Stuttur frakki sem Gísli Snær Erlingsson leikstýrði og frumsýnd var síðan ári síðar.

Um 4500 manns mættu í Laugardalshöllina og sáu hljómsveitir og tónlistarmenn eins og Sálina hans Jóns míns, Todmobile, Nýdanska, Síðan skein sól, Bubba Morthens, Sororicide, Kolrössu krókríðandi og Súellen leika tónlist sína.

Tónlistin úr Stuttum frakka var gefin út á geislaplötu en engar upptökur var að finna á henni frá tónleikunum.