Bísa blús bandið (1978)

Bísa blús bandið var eins konar angi af Kamarorghestunum og var starfrækt haustið 1978.

Sveitin starfaði líklega í fáeinar vikur og voru meðlimir hennar Björgúlfur Egilsson (Böggi), Kristján Pétur Sigurðsson og Einar Vilberg. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipanin var.