Bjarni Böðvarsson (1900-55)

Fáir hafa haft jafn mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf og Bjarni Böðvarsson en hann var áberandi með danshljómsveit sína á fyrri hluta síðustu aldar og varð fyrstur allra til að fara með hljómsveit sína út á landsbyggðina, hann var ennfremur framarlega í að kynna tónlist í nýstofnuðu ríkisútvarpi, var einn af þeim sem höfðu frumkvæði…

Bjarni Björnsson – Efni á plötum

Bjarni Björnsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 56511/12 Ár: 1931 1. Aldamótaljóð 2. Hann hefur það með sér Flytjendur: Bjarni Björnsson – söngur Torfhildur Dalhoff – píanó [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Bjarni Björnsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 56513 Ár: 1931 1. Konuvísurnar 2. Bílavísur Flytjendur: Bjarni…

Bjarni Björnsson (1890-1942)

Gamanvísnasöngvarinn Bjarni Björnsson var kunnur skemmtikraftur hér á landi fyrri hluta síðustu aldar en hann var einnig frumkvöðull á ýmsum sviðum skemmtiiðnaðarins hér á landi. Bjarni var fæddur á Mýrunum árið 1890 en ólst upp hjá fósturforeldrum í Reykjavík þegar blóðforeldrar hans ákváðu eins og svo margir á þeim tíma að freista gæfunnar vestan hafs…

Bjarni Bjarnason frá Brekkubæ (1897-1982)

Bjarni Bjarnason frá Brekkubæ var einn þeirra alþýðutónlistarmanna sem rifu upp tónlistarlífið með óeigingjörnum hætti í sínu héraði með einum eða öðrum hætti, í hans tilviki var m.a. um að ræða kórstjórnun og organistastarf. Bjarni var fæddur að Tanga í Fljótshverfi í Vestur-Skaftafellssýslu 1897 en flutti í nokkur skipti barn að aldri áður en fjölskyldan…

Bjarni Hjartarson – Efni á plötum

Bjarni Hjartarson – Við sem heima sitjum Útgefandi: Bjarni Hjartarson og Anna Flosadóttir Útgáfunúmer: Ögn 001 Ár: 1984 1. Heimspeki 2. Meistari 3. Við sem heima sitjum 4. Völundarhús 5. Karl faðir minn 6. Gráttu barn 7. Nóttin heiðna 8. Vinur minn missti vitið 9. Þáttur 10. Þú sem vinnur 11. Kola 12. Ef ég…

Bjarni Hjartarson (1943-2013)

Bjarni Hjartarson var ekki stórt nafn í íslenskri tónlist þegar hann ásamt eiginkonu sinni sendi frá sér tólf laga plötu árið 1984 en eitt laga plötunnar naut nokkurra vinsælda. Haraldur Bjarni Hjartarson (f. 1943) hafði eitthvað fengist við tónlist en þau Anna Flosadóttir (dóttir Flosa Ólafssonar) eiginkona hans hófu að koma fram opinberlega á skemmtunum…

Bjarki Tryggvason (1947-)

Bjarki Tryggvason verður eflaust þekktastur fyrir söng sinn og þá sérstaklega í lögunum Í sól og sumaryl og Glókolli, en hann lék einnig á bassa og gítar auk þess að semja lög. Bjarki Sigurjón Tryggvason er fæddur á Akureyri 1947 og hefur mest alla tíð verið viðloðandi og kenndur við höfuðstað Norðurlands. Hann hneigðist mjög…

Bjarki Árnason – Efni á plötum

Jóhann Jósefsson, Bjarki Árnason og Garðar Olgeirsson – Harmonikan hljómar Útgefandi: Akkord Útgáfunúmer: LPMA 001 Ár: 1976 1. Hófadynur 2. Hrunin brú 3. Ég spila, þú dansar 4. Sólnætur 5. Harðsporar 6. Glädehopp 7. Dizzy fingers 8. Toulousaine 9. Laugardagspolki 10. Dísir vorsins 11. Söngvaramarzinn Flytjendur: Jóhann Jósefsson – harmonikka Bjarki Árnason – harmonikka Garðar Olgeirsson – harmonikka

Bjarki Árnason (1924-84)

Bjarki Árnason var kunnur harmonikkuleikari, laga- og textahöfundum og flestir þekkja lagið Sem lindin tær sem hann samdi ljóðið við. Bjarki fæddist á Stóru Reykjum í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjasýslu 1924 og ólst upp á Litlu Reykjum í sömu sveit. Hann kynntist ungur tónlist á æskuheimili sínu en naut aldrei formlegrar tónlistarmenntunar. Fyrsta hljóðfærið sem hann…

Bjarmar (1966)

Hljómsveitin Bjarmar var kynnt sem ný hljómsveit í febrúar 1966 en hún spilaði þá í Kópavogi. Allar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar auk starfstíma hennar má senda Glatkistunni með fyrirfram þökk.

Bjarki Tryggvason – Efni á plötum

Bjarki Tryggvason – Kvöld Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T08 Ár: 1973 1. Lifðu 2. Heyrðu vina 3. Hvar er 4. Ferð án enda 5. Matarást 6. Kærar þakkir 7. Kona 8. Sjóðandi ást 9. Ástarljóð sem lifir 10. Söngurinn um ekkert 11. Kvöld 12. Dönsum í alla nótt Flytjendur: Bjarki Tryggvason – söngur og bassi Árni…

Bjarni Lárentsínusson (1931-2020)

Bjarni Lárentsínusson húsasmíðameistari úr Stykkishólmi var tónlistarlífinu í bænum öflugur í gegnum tíðina og kom þar víða við. Bjarni Ragnar Lárentsínusson (f. 1931) var einn af stofnfélögum Lúðrasveitar Stykkishólms vorið 1944 og hafði leikið með henni alla tíð árið 2014, samtals vel á sjöunda áratug. Hann lék ennfremur á saxófón í hljómsveitinni Egon um árabil…

Bjarni Tryggva (1963-)

Söngvaskáldið Bjarni Tryggvason var á tímabili áberandi í íslensku tónlistarlífi en hann sendi frá sér tvær breiðskífur með stuttu millibili á níunda áratugnum sem vöktu nokkrar athygli. Minna hefur farið fyrir honum síðustu árin en alls liggja eftir hann fimm plötur. Bjarni Tryggvason (yfirleitt kallaður Bjarni Tryggva) er fæddur (1963) og uppalinn á Norðfirði og…

Bjarni Tryggva – Efni á plötum

Bjarni Tryggva – Mitt líf: bauðst eitthvað betra? Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 084 Ár: 1986 1. Kjaftakerling 2. Með lögum 3. Einmana óp 4. Þoka í augum 5. Ískristallar 6. Ástardraumur 7. Mitt líf 8. Rétta leiðin 9. Af sem áður var Flytjendur: Bjarni Tryggvason – söngur Rafn Jónsson – trommur Þorsteinn Magnússon – gítar…

Bjarni Sigurðsson frá Geysi – Efni á plötum

Liðnar stundir: Frændurnir Eiríkur Bjarnason frá Bóli & Bjarni Sigurðsson frá Geysi – ýmsir Útgefandi: Bjarni Sigurðsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1998 1. Jón Kr. Ólafsson – Ljósbrá 2. Þuríður Sigurðardóttir – Bíóvalsinn 3. Eiríkur Bjarnason, Grettir Björnsson og Ragnar Páll – Kvöld í Gúttó 4. Þuríður Sigurðardóttir – Meðan blómin sofa 5. Grétar Guðmundsson…

Bjarni Sigurðsson frá Geysi (1935-2018)

Bjarni Sigurðsson frá Geysi var dæmigerður alþýðutónlistarmaður sem lék á ýmis hljóðfæri og samdi tónlist í frístundum sínum, eftir hann liggja útgefnar plötur og nótnahefti. Bjarni fæddist 1935 og kenndi sig alltaf við Geysi í Haukadal þar sem faðir hans, Sigurður Greipsson rak m.a. íþróttaskóla en staðurinn hefur þó alltaf verið þekktastur fyrir ferðaþjónustu sem…

Bjarni Lárentsínusson – Efni á plötum

Bjarni Lárentsínusson og Njáll Þorgeirsson – Söngdúettar Útgefandi: Fermata Útgáfunúmer: FM 001 Ár: 1985 1. Svanasöngur á heiði 2. Þú komst í hlaðið: þýskt þjóðlag 3. Ég er hinn frjálsi förusveinn 4. Í fyrsta sinn ég sá þig 5. Í grænum mó 6. Játning 7. Ég vildi að ung ég væri rós 8. Gras 9.…

Afmælisbörn 28. ágúst 2018

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er hvorki meira né minna en sjötugur í dag. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út…