Bjarni Lárentsínusson (1931-2020)

Bjarni Lárentsínusson (til hægri) ásamt Njáli Þorgeirssyni og Jóhönnu Guðmundsdóttur

Bjarni Lárentsínusson húsasmíðameistari úr Stykkishólmi var tónlistarlífinu í bænum öflugur í gegnum tíðina og kom þar víða við.

Bjarni Ragnar Lárentsínusson (f. 1931) var einn af stofnfélögum Lúðrasveitar Stykkishólms vorið 1944 og hafði leikið með henni alla tíð árið 2014, samtals vel á sjöunda áratug.

Hann lék ennfremur á saxófón í hljómsveitinni Egon um árabil en var einnig mikill söngmaður, söng tenór með Kór Stykkishólmskirkju og Karlakór Stykkishólms og söng þá gjarnan einsöng með kórunum.

Bjarni kom stundum einnig fram ásamt Njáli Þorgeirssyni baritónsöngvara og hélt tónleika, og gaf út dúettaplötu með honum árið 1985. Sú plata hafði að geyma sígild sönglög og hlaut nafnið Söngdúettar, Jóhanna Guðmundsdóttir lék með á píanóið en upptökur fóru fram á Logalandi í Borgarfirði og Hveragerðiskirkju. Platan fékk mjög góða dóma í Morgunblaðinu og Þjóðviljanum.

Bjarni var þannig alla tíð virkur í tónlistarlífi Hólmara og reyndar félagsstarfi þar almennt. Hann lést vorið 2020.

Efni á plötum