Bjarkarkvartettinn var söngkvartett karla starfandi innan Samkórsins Bjarkar í Austur-Húnavatnssýslu á árunum 1994-96 að minnsta kosti.
Kvartettinn skipuðu þeir Gestur Þórarinsson, Júlíus Óskarsson, Steingrímur Ingvarsson og Kristófer Kristjánsson en ekki liggur fyrir hvaða raddir þeir sungu.
Stjórnandi samkórsins var á þessum tíma Sólveig Einarsdóttir og Guðmundur Hagalín annaðist undirleik á harmonikku með Bjarkarkvartettnum.