Birgir Hartmannsson (1937-)

Birgir Hartmannsson

Birgir Hartmannsson er kunnur harmonikkuleikari og hefur leikið bæði einn og með hljómsveitum sem slíkur.

Birgir fæddist 1937 í Fljótum í Skagafirði og bjó nyrðra þar til hann fluttist á Suðurlandið um 1960. Hann var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal og starfaði við bústörf, fangavörslu og fleira.

Birgir heillaðist snemma af harmonikkunni og eignaðist sína fyrstu nikku um fimmtán ára aldur, fljótlega eftir það hóf hann að leika á sveitaböllum norðan heiða og eftir að hann flutti suður lék hann með danshljómsveitum á borð við Bikkjubandinu og Fossbúum. Síðar varð hann öflugur í harmonikkufélagsstarfi á Selfossi og auk þess kunnur hagyrðingur en eftir hann liggja fáeinar útgefnar bækur með vísum hans.

Birgir er að mestu sjálfmenntaður í tónlist en hóf að læra tónmennt um fimmtugt við, hann hefur ennfremur samið tónlist og einhver hans laga hafa komið út á plötu með Harmónikufélagi Selfoss.