Afmælisbörn 19. október 2019

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru er níræður á þessum degi og á þessi stórmerki maður því stórafmæli dagsins. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en…

Afmælisbörn 19. október 2018

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru er áttatíu og níu ára á þessum degi. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi má nefna Unga…

Bikkjubandið (um 1960)

Tríó, hugsanlega harmonikkutríó var starfandi í kringum 1960 og var skipað þremur vinnufélögum af tilraunabúinu að Hesti í Borgarfirðinum. Bikkjubandið lék á dansleikjum í Borgarfirðinum en ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi þess, utan að Birgir Hartmannsson var einn þeirra.

Birgir Hartmannsson (1937-)

Birgir Hartmannsson er kunnur harmonikkuleikari og hefur leikið bæði einn og með hljómsveitum sem slíkur. Birgir fæddist 1937 í Fljótum í Skagafirði og bjó nyrðra þar til hann fluttist á Suðurlandið um 1960. Hann var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal og starfaði við bústörf, fangavörslu og fleira. Birgir heillaðist snemma af harmonikkunni og eignaðist sína…