Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hvenær hljómsveit sem gekk undir nafninu Fossbúar starfaði en hún var starfrækt meðal starfmanna Steingrímsstöðvar við Ljósafoss í Grímsnesi.
Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Axelsson söngvari, Birgir Hartmannsson harmonikkuleikari, Stefán Böðvarsson [?] og Reynir Böðvarsson [?], ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri þeir tveir síðast nefndu léku.
Fossbúar munu hafa leikið á dansleikjum í Grímsnesinu og sjálfsagt víðar.