Friðbjörn G. Jónsson (1936-)

Skagfirðingurinn og tenórsöngvarinn Friðbjörn G. Jónsson kom nokkuð við sögu á hljómplötum sem gefnar voru út á áttunda áratug aldarinnar og fram undir aldamót en hann var töluvert þekktur söngvari hér áður. Friðbjörn Gunnlaugur Jónsson fæddist vorið 1936 og ólst upp í Skagafirðinum en upplýsingar um söngmenntun hans eru af skornum skammti, þó liggur fyrir…

Friðbjörn G. Jónsson – Efni á plötum

Friðbjörn G. Jónsson með hljómsveit Guðjóns Matthíassonar – Þar átti ég heima Útgefandi: GM tónar Útgáfunúmer: GM-9 Ár: 1973 1. Þar átti ég heima 2. Fjöllin fögur og blá 3. Við bíðum 4. Sækja þeir sjóinn 5. Nátthrafninn 6. Hver hlær bezt 7. Sumarkvöld 8. 50 mílur 9. Kveðja til þín 10. Í tedrykkjukránni 11.…

Fashanar (1999)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Fashanar og kom fram að minnsta kosti í eitt skipti opinberlega haustið 1999. Fashanar var að öllum líkindum fönksveit

Fónar [1] (1965-66)

Hljómsveit starfaði í fáeina mánuði (eftir því sem best verður komið) í Vogaskóla veturinn 1965-66 undir nafninu Fónar. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti en meðal meðlima hennar voru þeir Tómas M. Tómasson gítarleikari (síðar Stuðmenn, Þursaflokkurinn o.m.fl.) og Friðrik Þór Friðriksson (síðar kvikmyndagerðarmaður) sem lék líklega bæði á gítar og hristur. Síðar…

Foxes (1966-68)

Bítlahljómsveitin Foxes var starfrækt í Héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal í Þingeyjasýslu um tveggja vetra skeið árin 1966-68, sveitin sem var skólahljómsveit starfaði einnig utan skólans og lék m.a. á þorrablótum og annars konar samkomum og dansleikjum. Það voru þeir Friðrik Friðriksson trommuleikari, Sæmundur Harðarson gítarleikari, Sigfús Illugason bassaleikari og Pálmi Gunnarsson sem spilaði á…

Fougners (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið Fougners en ekki liggur fyrir hvenær hún starfaði. Hallur Guðmundsson mun hafa verið einn meðlima hennar og gæti hann hafa leikið á bassa, en aðrar upplýsingar finnast ekki um Fougners.

Frankenstein (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Frankenstein. Ekkert er að finna um þessa sveit, starfstíma hennar, hvar hún starfaði, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og mættu þeir sem luma á þeim upplýsingum koma þeim til Glatkistunnar t.d. í gegnum tölvupóst.

Frances (1998)

Hljómsveitin Frances úr Reykjavík var ein fjölmargra hljómsveita sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998 en sveitin spilaði eins konar grunge rokk. Meðlimir Frances voru þeir Birgir Harðarson söngvari og gítarleikari, Þorvaldur Örn Valdimarsson gítarleikari, Helgi Pétur Hannesson trommuleikari og Ómar Ström Óskarsson bassaleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og engar heimildir…

Fótsporið (1988-90)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Fótsporið en hún starfaði a.m.k. árið 1989, og hugsanlega á árunum 1988 til 90. Guðný Snorradóttir var söngkona Fótsporsins og að öllum líkindum voru aðrir meðlimir hennar Árni [?] og Albert [?], upplýsingar þ.a.l. vantar. Fótsporið lék einkum á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins en eitthvað einnig á árshátíðum, þorrablótum og þess…

Fóstureyðing [1] (1970)

Svo virðist sem hljómsveit hafi verið starfandi árið 1970 undir nafninu Fóstureyðing. Ólafur Jónsson gæti hafa verið einn meðlima þessarar sveitar en aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um hana og því er auglýst eftir þeim hér með.

Fóstbræður [1] (1905-14)

Söngkvartettinn Fóstbræður starfaði í um það bil áratug í byrjun síðustu aldar og skemmti á ýmis konar söngskemmtunum í Reykjavík. Fóstbræður munu hafa verið stofnaðir 1905 en heimildir eru afar takmarkaðar um sögu kvartettsins fyrstu árin. Á árunum eftir 1910 voru söngskemmtanir kórsins tíðar og oftar en ekki sungu þeir félagar í góðgerðaskyni, kvartettsöngurinn var…

Fónar [2] (1965-66)

Á Neskaupstað starfaði hljómsveit um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar undir nafninu Fónar, þetta mun hafa verið bítlasveit. Fyrir liggur að sveitin var starfandi á árunum 1965 og 66 en að öðru leyti er ekki vitað hversu lengi hún starfaði. Heimildir liggja ekki fyrir um alla meðlimi Fóna, Ole Gjöferå mun hafa verið söngvari hennar…

Freddy and the fighters – Efni á plötum

Freddy and the fighters featuring Björn Roth – Freddy and the fighters featuring Björn Roth Útgefandi: Dieter Roth‘s familien verlag Útgáfunúmer: 66.21 457-01.1 Ár: 1977 1. The beginning 2. I went to the town 3. Where is my sheep? 4. Jam 5. The tears 6. Do I? 7. Quartet 8. A poet from the garden…

Freddy and the fighters (1977)

Freddy and the fighters var ekki starfandi hljómsveit heldur einkaflipp nokkurra menntaskólanema úr MH árið 1977. Forsprakki hópsins var Björn Roth sem er af hinni kunnu Roth-listamannaætt en fyrir hans tilstilli höfðu þeir félagar aðgang að hljóðveri Roth-fjölskyldunnar á bænum Bala í Mosfellssveit þar sem þeir tóku upp sextán laga breiðskífu undir titlinum Freddy and…

Afmælisbörn 24. febrúar 2021

Fjögur afmælisbörn eru skráð á þessum degi: Engilbert Jensen söngvari og trommuleikari er áttræður í dag og á því stórafmæli en hann eru auðvitað þekktastur sem söngvari Hljóma, Trúbrota og Ðe lónlí blú bojs. Lög á borð við Bláu augun þín, Heim í Búðardal, Leyndarmál og Hamingjan eru öllum kunn. Hann var einnig í öðrum…