Frakkar (1982-85 / 1988)

Hljómsveitin Frakkar starfaði um þriggja ára skeið á fyrri hluta níunda áratugarins, lék funkskotið rokk og sendi frá sér eina breiðskífu. Sveitin náði þó aldrei að komast í fremstu röð í vinsældum og lognaðist smám saman útaf. Aðdragandi þess að hljómsveitin var stofnuð var sá að Þorleifur Guðjónsson bassaleikari hafði verið rekinn úr Egó haustið…

Frakkar – Efni á plötum

Frakkar – 1984 Útgefandi: Safarí records Útgáfunúmer: SAF001 Ár: 1983 1. Boogie man 2. Relax 3. Age‘s 4. New York 5. Maðurinn nefndur 6. Berlín 7. 1984 8. Armageddon 9. Pandora‘s box 10. Babylon Flytjendur: Mike Pollock – söngur Finnur Jóhannsson – gítar og raddir Þorleifur Guðjónsson – bassi, raddir og söngur Gunnar Erlingsson –…

Flúðakórinn [2] (1973-83)

Flúðakórinn hinn síðari starfaði í áratug á árunum 1973 til 83 undir stjórn Sigurðar Ágústssonar í Birtingarholti. Þetta var í grunninn sami kór og starfað hafði í Hrunamannahreppi um tveimur áratugum áður, sá kór hafði runnið inn í Söngfélag Hreppamanna 1960 en sá kór var nú hættur og söngþyrst fólk í hreppnum fýsti í kórsöng…

Flúðakórinn [1] (1950-60)

Flúðakórinn hinn fyrri var einn af fjölmörgum kórum sem Sigurður Ágústsson í Birtingarholti í Hrunamannahreppi hafði með að gera en hann stofnaði kórinn árið 1950. Uppistaðan í kórnum sem var blandaður kór, var fólk úr Hrunamannahreppi. Um tíu manns skipuðu Flúðakórinn sem hlaut nafn sitt af því að kóræfingar fóru fram á Flúðum, hann þótti…

Flýra (1978-79)

Hljómsveitin Flýra starfaði í Réttarholtsskóla líklega veturinn 1978-79. Meðal meðlima sveitarinnar voru þau Björk Guðmundsdóttir söngkona, Kormákur Geirharðsson trommuleikari og Einar [?] bassaleikari en upplýsingar vantar um aðra og er hér með óskað eftir þeim.

Flúr (1976-77)

Hljómsveitin Flúr starfaði á Akureyri árin 1976-77 að minnsta kosti og lék þá á nokkrum dansleikjum. Sveitin, sem stofnuð var haustið 1976 var skipuð meðlimum á unglings aldri en þeir voru Viðar Örn Eðvarðsson gítarleikari, Ingvar Grétarsson gítarleikari, Steingrímur Óli Sigurðsson trommuleikari og Böðvar Grétarsson bassaleikari, allir sungu þeir nema Steingrímur. Sveitin lék á dansleikjum…

Folatollur (1988)

Hljómsveitin Folatollur var starfandi vorið 1988 og lék þá á skemmtun hestamanna á höfuðborgarsvæðinu, að öllum líkindum var um skammlífa sveit að ræða – jafnvel setta saman fyrir þessa einu uppákomu. Meðlimir Folatolls voru þeir Bjarni Sigurðsson píanóleikari, Hafliði Gíslason söngvari, Jens Einarsson gítarleikari og söngvari og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari, einnig mun Hinrik Ragnarsson…

Flækingarnir (1990-91)

Hljómsveitin Flækingarnir starfaði um eitt ár 1990 og 91 og var mestan part starfstíma síns húshljómsveit á Hótel Íslandi, frá því um haustið 1990 til vors 91 en um sumarið lék sveitin á stöðum eins og Firðinum í Hafnarfirði og víðar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Óskarsson hljómborðsleikari, Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Sigurður Helgason trommuleikari og…

Flækingar (1968-69)

Sönghópurinn Flækingar starfaði á árunum 1968 og 69, líklega í nokkra mánuði. Hópinn skipuðu þrír ungir menn og ein stúlka og sungu þau mestmegnis þjóðlög, það voru þau Helga Steinsson söngkona, Hörður Árnason gítarleikari, Lárus Kvaran gítarleikari og Helgi Bragason orgelleikari.

Forhúðarostur (2002)

Hljómsveit með hið smekklega nafn, Forhúðarostur, starfandi í Garðaskóla í Garðabæ árið 2002. Heimildir eru afar takmarkaðar um þessa sveit en fyrir liggur að þrír meðlima hennar voru þeir Hlynur [?] trommuleikari, Ingi [?] gítarleikari og Árni [?] bassaleikari. Þeir þremenningar leituðu þá að söngvara sem helst gæti spilað á hljóðfæri líka en frekari upplýsingar…

Foreign country (1993)

Foreign country var ekki starfandi hljómsveit heldur sveit sett saman fyrir útgáfu lags á safnplötunin Lagasafnið 1: Frumafl vorið 1993. Það voru þau Axel Einarsson, Þórir Úlfarsson, Pat Tennis, Dan Cassidy og Ruth Reginalds sem skipuðu Foreign country en ekki varð framhald á þessu samstarfi.

Forboðin sæla (1993)

Hljómsveit að nafni Forboðin sæla starfaði, að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu, vorið 1993 og lék þá á tónleikum. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, um starfstíma hennar, meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem hentar umfjöllun um hana.

Fortíðardraugarnir (1996-98)

Fortíðardraugarnir var dúett sem oftar gekk undir nafninu Kúrekar norðursins (Cowboys of the north) en á árunum 1996 til 98 að minnsta kosti hafði hann þetta nafn. Meðlimir Fortíðardrauganna voru þeir Sigurður Helgi Jóhannsson (Siggi Helgi) og Jón Víkingsson (Johnny King), þeir sungu báðir og léku á ýmis hljóðfæri en þegar þeir sendu frá sér…

Fortíðardraugarnir – Efni á plötum

Fortíðardraugarnir – …meika það Útgefandi: Jón Gunnhallsson Útgáfunúmer: SHJ 003 Ár: 1998 1. Meika það 2. Land Rover-maður 3. Komdu í partý 4. Þjáning 5. Honky tonk man 6. Þankar 7. Tinarinn 8. Leave me alone 9. Times goes by 10. Eitt kántrýlag 11. Why 12. Feiti dvergurinn 13. Blindi maðurinn Flytjendur: Sigurður Helgi Jóhannsson…

Afmælisbörn 10. febrúar 2021

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum kemur við sögu í dag: Jóhann Bachmann Ólafsson (Hanni Bach) trommuleikari frá Selfossi er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hanni hefur leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en þekktastar þeirra eru Skítamórall og Írafár. Aðrar sveitir eru til dæmis Loðbítlar, Poppins flýgur og Boogie knights svo fáeinar…