Fortíðardraugarnir (1996-98)

Fortíðardraugarnir

Fortíðardraugarnir var dúett sem oftar gekk undir nafninu Kúrekar norðursins (Cowboys of the north) en á árunum 1996 til 98 að minnsta kosti hafði hann þetta nafn.

Meðlimir Fortíðardrauganna voru þeir Sigurður Helgi Jóhannsson (Siggi Helgi) og Jón Víkingsson (Johnny King), þeir sungu báðir og léku á ýmis hljóðfæri en þegar þeir sendu frá sér plötu sumarið 1998 fengu þeir nokkra aðstoðarmenn sér til fulltingis. Sú plata bar heitið …meika það en vakti ekki mikla athygli á sínum tíma. Um það leyti sem platan kom út voru þeir félagar farnir að kalla sig Kúreka norðursins og lögðu þá Fortíðardrauga-nafninu.

Efni á plötum