Freymóður Jóhannsson (1895-1973)

Dægurlaga- og textahöfundurinn Freymóður Jóhannsson (einnig þekktur undir nafninu Tólfti september) var einn af þeim fremstu í sinni röð um og eftir miðbik síðustu aldar en hann átti þá stóran þátt í að móta íslenska dægurlagamenningu sem þá var að verða að veruleika. Freymóður var einnig þekktur fyrir ýmislegt annað. Freymóður Jóhannsson var Eyfirðingur, fæddur…

Freymóður Jóhannsson – Efni á plötum

Erla Þorsteins og Haukur Morthens – Lög eftir 12. september Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 200 Ár: 1958 1. Draumur fangans 2. Litli tónlistarmaðurinn 3. Heimþrá 4. Frostrósir Flytjendur Erla Þorsteins – söngur Haukur Morthens – söngur Hljómsveit Jörns Grauengård – Mogens Kilde – kontrabassi og gítar – Jörn Grauengård – gítar – Poul Godske – harmonikka, víbrafónn og píanó – Bjarne Rostvold – trommur, bongó trommur og slagverk…

Foss (1983-84)

Hljómsveitin Foss birtist haustið 1983 en hún hafði þá verið stofnuð upp úr tveimur öðrum sveitum, það voru þeir Ágúst Ragnarsson söngvari, hljómborðs- og gítarleikari og Jón Ólafsson bassaleikari sem komu úr Start en Ólafur J. Kolbeinsson trommuleikari og Axel Einarsson gítarleikari úr hljómsveitinni Swiss. Sveitin fór hratt af stað og fáeinum vikum eftur stofnun…

Forsetahjónin sem vildu ekki að sonurinn dansaði ballet (1984)

Forsetahjónin sem vildu ekki að sonurinn dansaði ballet var hljómsveit sem var sett sérstaklega saman fyrir hljómsveitakeppnina Viðarstauk sem haldin var við Menntaskólann á Akureyri 1984, en hún var þar meðal keppenda. Fyrir liggur að Arnar Matthíasson var meðal hljómsveitarmeðlima en upplýsingar vantar um aðra þá sem skipuðu þessa skammlífu sveit.

Formúla (1968-69)

Hljómsveitin Formúla starfaði á Fljótsdalshéraði, að öllum líkindum á Egilsstöðum á árunum 1968 og 69. Meðlimir Formúlu voru þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari, Jónas Þ. Jóhannsson hljómborðsleikari, Magnús Karlsson bassaleikari og Daníel Gunnarsson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hvort fleiri komu við sögu þessarar sveitar.

Formalín (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Formalín og starfaði hugsanlega i Hveragerði, hvenær liggur þó ekki fyrir. Upplýsingar þ.a.l. má gjarnan senda Glatkistunni, hverjir skipuðu sveitina, hver hljóðfæraskipan hennar var, starfstími og annað sem hefur með sögu hennar að gera.

Fork (2002)

Hljómsveit að nafni Fork starfaði á höfuðborgarsvæðinu, hugsanlega í Hafnarfirði árið 2002. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit en þær eru af skornum skammti, þó liggur fyrir að nöfn meðlima hennar voru Helgi [?], Svanur [?] og Randver [?] – hugsanlega voru meðlimir hennar fleiri. Upplýsingar um föðurnöfn þeirra, hljóðfæraskipan og annað má senda…

Fox voices (1983)

Hljómsveitin Fox voices vakti nokkra athygli sumarið og haustið 1983, bæði fyrir lipra spilamennsku en ekki síður fyrir að meðlimir sveitarinnar voru aðeins tíu og ellefu ára gamlir. Þrátt fyrir ungan aldur léku þeir félagar á tónleikum og á tónleikastöðum sem öllu jöfnu voru skipaðir fullorðnu fólki. Fox voices var tríó tveggja gítarleikara og trommuleikara…

The Fourth crew (1993)

Hljómsveitin The Fourth crew var meðal sveita sem komu fram á óháðu listahátíðinni Ólétt ´93 sumarið 1993 en þar var m.a. blásið til tónleika þar sem neðanjarðartónlist var áberandi. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan hennar eða annað, og er því óskað hér með eftir þeim.

Four ugly fellows (?)

Óskað er eftir upplýsingum um ísfirska bítlahljómsveit, þá væntanlega starfandi einhvern tímann um eða eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, sem gekk undir nafninu Four ugly fellows (4 ugly fellows). Þar er átt við meðlima- og hljóðfæraskipan sveitarinnar, starfstíma o.s.frv.

Four beats (1966-67)

Four beats mun hafa verið skammlíf bítlahljómsveit, starfandi veturinn 1966 – 67 og kom hún fram opinberlega í nokkur skipti. Upplýsingar óskast sendast Glatkistunni um hverjir skipuðu þessa sveit, hljóðfæraskipan hennar og annað sem getur skipt máli.

Fossmenn (1968-69)

Hljómsveitin Fossmenn starfaði á Selfossi 1968 og 69 að minnsta kosti og var skipuð tónlistarmönnum á unglingsaldri, þeir voru Kjartan Jónsson, Haukur Gíslason, Viðar Bjarnason og Þorsteinn Ingi Bjarnason. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var, hvort einhverjar mannabreytingar urðu í henni ellegar hversu lengi hún nákvæmlega starfaði en upplýsingar þ.a.l. mætti gjarnan senda Glatkistunni,…

Fossbúar (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hvenær hljómsveit sem gekk undir nafninu Fossbúar starfaði en hún var starfrækt meðal starfmanna Steingrímsstöðvar við Ljósafoss í Grímsnesi. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Axelsson söngvari, Birgir Hartmannsson harmonikkuleikari, Stefán Böðvarsson [?] og Reynir Böðvarsson [?], ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri þeir tveir síðast nefndu léku. Fossbúar munu hafa…

Vormenn Íslands [2] – Efni á plötum

Vormenn Íslands – Átján rauðar rósir [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1987 1. Átján rauðar rósir 2. Átján rauðar rósir [úts. Ríkarður Örn Pálsson] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Afmælisbörn 17. febrúar 2021

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Magnús Ólafsson skemmtikraftur og söngvari (Bjössi bolla) er sjötíu og fimm ára gamall á þessum degi. Tónlistarferill Magnúsar er mun stærri en fólk gerir sér almennt fyrir, hann ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni söngvara gaf út tvær plötur undir nöfnum Hurðaskellis og Stúfs (og reyndar eina til sem…