Afmælisbörn 31. janúar 2021

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent og blaðamann á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd, nú síðast bók um feril Bubba Morthens. Árni er sextíu og fjögurra ára gamall…

Afmælisbörn 30. janúar 2021

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er sextíu og níu ára gamall. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á árum áður,…

Afmælisbörn 29. janúar 2021

Aðeins eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Það er Stefán Sigurjónsson skósmiður og tónlistarmaður í Vestmannaeyjum en hann er sextíu og sjö ára gamall í dag. Stefán sem er fæddur og uppalinn í Flóanum nam klarinettuleik á sínum yngri árum en hefur allan sinn starfsaldur rekið skóvinnustofu, fyrst á Selfossi…

Afmælisbörn 28. janúar 2021

Tvær söngkonur úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar í dag: Söngkonan Telma Ágústsdóttir er fjörutíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000 en hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur. Telma er dóttir Ágústs Atlasonar í…

Forgarður helvítis (1991-)

Forgarður helvítis er um margt merkileg hljómsveit, hún hefur nú starfað – þó ekki samfleytt, síðan í byrjun tíunda áratugar liðinnar aldar undir merkjum grindcore harðkjarnarokks, sem var hluti af dauðarokks-vakningu þeirri sem náði hámarki hér á landi um og upp úr 1990, varð einnig áberandi í annarri slíkri bylgju sem spratt upp í lok…

Forgarður helvítis – Efni á plötum

Forgarður helvítis – Brennið kirkjur / Burn churches [snælda] Útgefandi: Forgarður helvítis Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1995 1. Guð er stærsta lygi í heimi / God is the biggest lie in the world 2. Bónusfólk / Bonus people 3. Eðlileg hegðun er hundleiðinleg / Normal behaviour is boring 4. Hóra / Whore 5. Heilalínuritið er…

Fljóðatríó [2] (1976)

Heimild er um hljómsveit starfandi árið 1976 undir nafninu Fljóðatríó sem lék þá á dansleik hjá Skaftfellingafélaginu í Reykjavík. Ekkert bendir til að Fljóðatríóið hafi tengingu við samnefnt tríó sem starfandi var fáeinum árum áður en óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar.

Fljóðatríó [1] (1968-72)

Fljóðatríó (Fljóðatríóið) er ein fyrsta kvennahljómsveit Íslandssögunnar en hún var starfandi í kringum 1970, um áratugur leið þar til önnur slík sveit leit dagsins ljós hér á landi. Segja má að áföll hafi nokkuð einkennt sögu þessarar tímamótasveitar. Það mun hafa verið Ragnar Bjarnason sem var aðalhvatamaður þess að Fljóðatríóið var stofnað en sveitin var…

Flím (1999-2001)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um unglingahljómsveitina Flím en hún starfaði í Stykkishólmi á árunum í kringum síðustu aldamót, 1999 til 2001 að minnsta kosti. Óskað er eftir nánari upplýsingum um þessa sveit, nöfn meðlima hennar o.s.frv.

Fliss (1991)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Fliss en hún mun hafa verið starfandi 1991, upplýsingar um meðlimi, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem skipt gæti máli.

Flirt (2003)

Hljómsveitin Flirt úr Kópavoginum var meðal keppenda í Músíktilraunum Hins hússins vorið 2003. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Hannesson trommuleikari, Guðlaugur Gíslason gítarleikari og Árni Magnússon bassaleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og varð að líkindum ekki langlíf.

Flipper (1994-95)

Hljómsveitin Flipper starfaði í Grindavík á árunum 1994 og 95 að minnsta kosti og var að öllum líkindum skipuð meðlimum á unglingsaldri. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlima- og hljóðfæraskipan hennar, starfstíma o.s.frv.

Flipp-hópurinn (1984)

Á kántríhátíðinnia á Skagaströnd sumarið 1984 var haldin hæfileikakeppni sem hljómsveit eða hópur sem flutti m.a. tónlist sigraði, undir nafninu Flipp-hópurinn. Atriði þeirra mun m.a. hafa gengið út á að flytja tónlist við áslátt á leikfimihest, og hlaut hópurinn hljóðverstíma í verðlaun en ekki er ljóst hvort þeir tímar voru nýttir. Glatkistan óskar eftir upplýsingum…

Fljótið sem rann (1990)

Hljómsveitin Fljótið sem rann starfaði innan Grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri 1990 og líklega eitthvað lengur. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Ólafur Fannar Vigfússon, Einar Árni Kristjónsson, Bjarni Rúnar Hallsson og Guðmundur Ragnar Pálsson. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar en upplýsingar þess eðlis væru vel þegnar.

Fljótsmenn (1967-69)

Fljótsmenn var ein af allra fyrstu bítlahljómsveitunum sem starfaði á Héraði en sveitin starfaði í um tvö ár. Fljótsmenn voru stofnaðir sumarið 1967 og fyrst um sinn voru meðlimir hennar fjórir, þeir Andrés Einarsson gítarleikari, Þórarinn Jón Rögnvaldsson bassaleikari og bræðurnir Sigurður Kjerúlf trommuleikari og Hjörtur Kjerúlf gítarleikari. 1968 bættist þriðji bróðirinn í hópinn, Reynir…

Afmælisbörn 27. janúar 2021

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Elmar Gilbertsson tenórsöngvari er fjörutíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Hann er einn af fremstu söngvurum landsins og nam söng í Hollandi en hann hefur starfað þar og víðar í Evrópu. Elmar er líkast til hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í óperunni Ragnheiði en…

Afmælisbörn 26. janúar 2021

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, lögfræðingur, flugfreyja og trompetleikari er fimmtíu og eins árs gömul í dag. Hún leikur reyndar á ýmis önnur hljóðfæri og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara. Þá á Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari…

Afmælisbörn 25. janúar 2021

Sjö afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði á stórafmæli en hann er sjötugur í dag, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson…

Afmælisbörn 24. janúar 2021

Í dag eru tvö afmælisbörn skráð hjá Glatkistunni: Reynir Gunnarsson saxófónleikari úr Dúmbó og Steina frá Akranesi er sjötíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Reynir kom auðvitað við sögu á plötum Dúmbós en hefur lítið fengist opinberlega við tónlist allra síðustu árin, saxófónleik hans má þó heyra í söngleiknum Hunangsflugur og villikettir sem…

Afmælisbörn 23. janúar 2021

Þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir, ein dáðasta dægurlagasöngkona landsins er sjötíu og níu ára en hún gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Helena söng inn á fjölmargar plötur á söngferli sínum, þá fyrstu…

Afmælisbörn 22. janúar 2021

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) er áttatíu og átta ára, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar (sem að mestu var…

Afmælisbörn 21. janúar 2021

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu, tvö þeirra eru ekki lengur meðal okkar: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum.…

Foringjarnir (1986-91 / 2014-)

Hljómsveitin Foringjarnir birtist óvænt með einn af stórsmellum sumarsins 1987, þeir náðu hins vegar ekki að fylgja því eftir og sveitin hvarf jafnskjótt og hún hafði birst. Foringjarnir voru stofnaðir síðsumars 1986 en sveitin innihélt blöndu reynslubolta og nýliða úr ýmsum ólíkum áttum, þetta voru þeir Þórður Bogason söngvari, Einar Jónsson gítarleikari (Drýsill o.fl.), Oddur…

Foringjarnir – Efni á plötum

Foringjarnir – Komdu í partý [ep] Útgefandi: Þrek Útgáfunúmer: Þrek 001 Ár: 1987 1. Komdu í partý 2. Komdu í partý (partíútgáfa) 3. Get ekki vakað lengur 4. Don’t tell me Flytjendur: Þórður Bogason – söngur og raddir Einar Jónsson – gítar og raddir Oddur F. Sigurbjörnsson – trommur Steingrímur Erlingsson – bassi Jósep Sigurðsson…

Flugan – Efni á plötum

Flugan – Háaloftið Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GSCD 206 Ár: 2003 1. Stillimynd 2. Drama 3. Háaloftið 4. Í draumi 5. Heróín 6. Fullkominn 7. Vellíðan 8. Flugan 9. Konukvalarinn 10. Ávallt Flytjendur: Ólafur Þór Ólafsson – gítar Smári Guðmundsson – gítar Guðmundur Skúlason – söngur Kristinn H. Einarsson – hljómborð Ragnheiður Gröndal – söngur og…

Flugan (1999-2004)

Hljómsveitin Flugan frá Sandgerði starfaði í nokkur ár um og upp úr aldamótum, lék nokkuð á dansleikjum og skemmtunum á Suðurnesjunum og sendi frá sér eina plötu. Sveitin var stofnuð formlega 1999 en þá höfðu nokkrir félagar í Sandgerði verið að leika sér með hljóðfæri í einhvern tíma á undan og starfað undir nafninu Konukvöl,…

Flestir (1984)

Óskað er eftir upplýsingum um flytjanda sem bar nafnið Flestir, sem flutti lag á safnsnældunni Bani 1 sem kom út 1984. Nöfn hlutaðeigenda og hljóðfæraskipan auk annars sem tengist sögu þessarar sveitar mætti gjarnan senda Glatkistunni.

Flensan (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Flensan en ekki er vitað hvenær. Rúnar Þór Pétursson mun hafa verið einn meðlima þessarar sveitar en ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri hann lék eða hverjir aðrir skipuðu þessa sveit.

Fleksnes (1982-85)

Hljómsveitin Fleksnes starfaði á Hvolsvelli á níunda áratug síðustu aldar og var skipuð nokkrum grunnskólanemum, sveitin spilaði töluvert á heimaslóðum og héldu m.a. sjálfir opinberan dansleik í Hvoli þrátt fyrir ungan aldur. Aðalsteinn Ingvason bassaleikari, Sölvi Rafn Rafnsson trommuleikari og Sigurjón Þórisson Fjeldsted gítarleikari stofnuðu sveitina og fljótlega bættust í hópinn Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari og…

Flintstones [2] (1989-90)

Tríóið Flintstones starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1989 og 90 og lék víða á tónleikum s.s. Rykkrokk og á porttónleikum hjá Hinu húsinu, sveitin lék hipparokk í anda Led Zeppelin og vakti nokkra athygli fyrir tónlist sína. Sigurjón Axelsson gítarleikari var einn þeirra þriggja sem skipuðu Flintstones en ekki liggur fyrir hverjir hinir tveir voru, sveitin hafði…

Flintstones [1] (1967-68)

Seint á sjöunda áratug síðustu aldar, 1967 og 68 að minnsta kosti, starfaði hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Flintstones en þá um svipað leyti höfðu samnefndir teiknimyndaþættir verið á dagskrá Kanasjónvarpsins, og síðar einnig Ríkissjónvarpsins. Flintstones lék nokkuð með öðrum og þekktari sveitum s.s. Pops og Dátum í Breiðfirðingabúð og víðar, og kom einnig fram…

Flintstone (1990)

Flintstone var aukasjálf Sigurjóns Axelssonar en hann flutti lag undir því nafni á safnsnældunni Strump, sem kom út síðla árs 1990. Sigurjón lék á gítar og söng á þeirri safnútgáfu, hann kom líklega aldrei fram opinberlega undir Flintstone nafninu en var í hljómsveit um svipað leyti sem bar heitið Flintstones.

Fleyja sjer (1997)

Hljómsveitin Fleyja sjer (færeyska) starfaði innan Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 1997 en þá var sveitin meðal keppenda í tónlistarkeppninni Frostrokki sem haldin var innan veggja skólans. Fleyja sjer hafnaði í þriðja sæti keppninnar og átti í framhaldinu tvö lög á safnplötunni Frostrokk 1997: tónlistarkeppni NFVA, sem kom út vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þau…

Flipp (1987)

Hljómsveit að nafni Flipp var starfandi á Bíldudal sumarið 1987 og hugsanlega lengur en sveitin var þá skipuð unglingum úr þorpinu. Flipp var stofnuð um vorið 1987 og lék töluvert í heimahéraði um sumarið en einnig tók hún þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Skeljavík á Ströndum það sama sumar og hafnaði…

Afmælisbörn 20. janúar 2021

Þrjú afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextíu og sex ára gamall í dag en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um…

Afmælisbörn 19. janúar 2021

Í dag eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru,…

Afmælisbörn 18. janúar 2021

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er fimmtíu og níu ára á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í sönghópnum…

Afmælisbörn 17. janúar 2021

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi: Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fimmtíu og tveggja ára gömul í dag. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með…

Afmælisbörn 16. janúar 2021

Í dag eru þrjú afmælisbörn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari er sjötíu og tveggja ára gamall í dag, hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Toxic, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum.…

Afmælisbörn 15. janúar 2021

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim.…

Afmælisbörn 14. janúar 2021

Í dag eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Mývetningurinn Stefán Jakobsson er fjörutíu og eins árs gamall í dag. Stjarna hans hefur risið hátt á síðustu árum, bæði sem söngvari hljómsveitarinnar Dimmu en einnig almennt fyrir söngverkefni sín s.s. Föstudagslögin, þá hefur hann sent frá sér sólóplötu. Stefán sem er af miklum tónlistarættum, er og hefur…

Flowers (1967-69)

Hljómsveitin Flowers var um tveggja ára skeið ein allra vinsælasta sveit landsins og skákaði þá veldi Hljóma sem höfðu svo gott sem einokað markaðinn á Íslandi til nokkurra ára. Sögu sveitanna tveggja lauk með sameiningu þeirra og stofnun súpergrúppunnar Trúbrots og á sama tíma birtist önnur sveit, Ævintýri sem var að mestu skipuð þeim Flowers-liðum…

Flowers – Efni á plötum

Flowers – [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T104 Ár: 1968 1. Slappaðu af 2. Andvaka 3. Glugginn 4. Blómið Flytjendur: Jónas R. Jónsson – söngur og flauta Arnar Sigurbjörnsson – gítar Sigurjón Sighvatsson – bassi Karl J. Sighvatsson – orgel og píanó Gunnar Jökull Hákonarson – trommur

Flamingo kvartettinn (1958)

Flamingo kvartettinn starfaði á Norðurlandi, að öllum líkindum á Akureyri, árið 1958 og hugsanlega lengur. Engar upplýsingar finnast um hverjir skipuðu þessa sveit og er óskað eftir upplýsingum um það sem og starfstíma hennar. Einhverju sinni var Óðinn auglýstur sem söngvari Flamingo og eru allar líkur á að þar sé átt við Óðin Valdimarsson sem…

Flat 5 [2] (1997)

Haustið 1997 var starfrækt tríó á Akureyri undir nafninu Flat 5 / Flat five (ᵇ5) en hún kom kom í nokkur skipti í heimabænum og flutti m.a. jólalög í djassútsetningum. Meðlimir tríósins voru þeir Kristján Edelstein gítarleikari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Haukur Pálmason trommuleikari.

Flat 5 [1] (1982-83)

Djasssveitin Flat 5 / Flat five (ᵇ5) starfaði veturinn 1982-83 meðal nemenda og kennara innan tónlistarskóla FÍH (Félags íslenskra hljómlistarmanna), og lék á nokkrum tónleikum. Meðlimir Flat 5 voru Vilhjálmur Guðjónsson gítar-, saxófón- og píanóleikari (yfirkennari djassdeildar FÍH), Sigurður Long saxófónleikari, Ludwig Símonar víbrafón- og píanóleikari, Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari og Árni Áskelsson slagverksleikari. Þeir komu…

Flasa (1996-97)

Hafnfirska hljómsveitin Flasa starfaði á síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar og var m.a. meðal þátttökusveita í Músíktilraunum. Ekki liggur fyrir hvenær Flasa var stofnuð en hún var vorið 1996 farin að leika nokkuð opinberlega á heimaslóðum í Hafnarfirði, m.a. á tónleikunum Kaktus ´96. Ári síðar, vorið 1997 keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar og voru…

Flamingo kvintettinn [2] (1960-63)

Flamingo kvintettinn (um tíma kvartett) var meðal vinsælustu ballsveita landsins upp úr 1960 og var um tíma fastráðin í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni, sveitin lék einnig nokkuð hjá ameríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Sveitin var stofnuð síðsumars 1960 og var fljótlega komin í Vetrargarðinn í Tívolíinu þar sem hún skemmti lengstum en lék þó einnig…

Flamingo kvintettinn [1] (um 1958-59)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Flamingo kvintettinn. Vitað er að hljómsveit undir þessu nafni starfaði í Hafnarfirði undir lok sjötta áratugar 20. aldarinnar og var Viðar Hörgdal Guðnason harmonikkuleikari einn meðlima hennar. Sveit með þessu nafni lék á dansleik á Hótel Hveragerði vorið 1959 og er líklegt að um sömu…

Flautaþyrlarnir [2] (1998)

Árið 1998 starfrækti Herdís Hallvarðsdóttir (Grýlurnar, Islandica o.fl.) hljómsveit sem bar heitið Flautaþyrlarnir en sú sveit var líklega starfandi innan Fíladelfíusafnaðarins og flutti því trúarlegt efni, sveitin mun einnig hafa flutt efni á tónleikum sem Herdís hafði þá nýverið sent frá sér á sólóplötunni Það sem augað ekki sér. Engar upplýsingar er að finna um…