Flipp-hópurinn (1984)

Á kántríhátíðinnia á Skagaströnd sumarið 1984 var haldin hæfileikakeppni sem hljómsveit eða hópur sem flutti m.a. tónlist sigraði, undir nafninu Flipp-hópurinn. Atriði þeirra mun m.a. hafa gengið út á að flytja tónlist við áslátt á leikfimihest, og hlaut hópurinn hljóðverstíma í verðlaun en ekki er ljóst hvort þeir tímar voru nýttir.

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um meðlimi þessa hóps, hvar og eins hvort sveitin starfaði áfram eftir Kántríhátíðina á Skagaströnd.