Flosi Ólafsson (1929-2009)

Flestir þekkja nafn Flosa Ólafssonar leikara sem einnig var kunnur fyrir störf sín innan leikhússins sem leikstjóri og revíu- og leikritaskáld en hann var jafnframt rithöfundur, pistlahöfundur, hagyrðingur, þýðandi, höfundur áramótaskaupa Sjónvarpsins, kvikmyndaleikari og margt annað. Tónlist kom víða við sögu á ferli Flosa og framlag hans til Stuðmannamyndarinnar Með allt á hreinu er flestum…

Flosi Ólafsson – Efni á plötum

Flosi Ólafsson og Pops – Það er svo geggjað að geta hneggjað / Ó, ljúfa líf [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 549 Ár: 1970 1. Það er svo geggjað að geta hneggjað 2. Ó ljúfa líf Flytjendur:  Flosi Ólafsson – söngur Pops: – Sævar Árnason – gítar – Ómar Óskarsson – gítar – Pétur W. Kristjánsson – bassi – Ólafur Sigurðsson…

Finnsk-íslenski kvartettinn (1992)

Finnsk-íslenski kvartettinn var jasskvartett settur saman fyrir Rúrek-hátíðina vorið 1992 en þar lék sveitin á einum tónleikum að minnsta kosti. Kvartettinn var skipaður tveimur Íslendingum og tveimur Finnum en þeir voru Egill B. Hreinsson píanóleikari, Einar Valur Scheving trommuleikari, Pekka Sarmanto kontrabassaleikari og Jukka Perko sem lék á saxófóna.

Fjörunginn [tónlistarviðburður] (1996-97)

Hljómsveitakeppnin Fjörunginn var haldin tvívegis af Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), árin 1996 og 97, keppnin átti að vera sambærileg Músíktilraunum en með eldri þátttakendum. Hljómsveitirnar áttu að flytja þrjú frumsamin lög og að auki sína útgáfu af laginu Lóa litla á Brú (flutt af Hauki Morthens 1958). Í fyrra skiptið var Fjörunginn haldinn á skemmtistaðnum…

Flakavirkið (1985)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Flakavirkið en það ku vera færeyska orðið yfir frystihús. Sveitin keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina sumarið 1985 í Atlavík. Engar sögur fara af árangri Flakavirkisins í keppninni né hverjir skipuðu þessa sveit.

Fjörvatríó (1970-71)

Óskað er eftir upplýsingum um Fjörvatríóið en sú sveit lék gömlu dansana um eins árs skeið frá haustinu 1970 og fram í ágúst 1971 að minnsta kosti. Fjörvatríóið lék mest á Veitingahúsinu við Lækjarteig en einnig í Skiphóli í Hafnarfirði og einnig eitthvað úti á landsbyggðinni.

Flamingo [2] (1966-67)

Hljómsveit sem bar nafnið Flamingo (einnig nefnd Flamingos og var t.d. oft auglýst undir því nafni) starfaði í Kópavogi á árunum 1966 og 67, og var skipuð meðlimum á unglingsaldri. Heimildir eru af skornum skammti um Flamingo en fyrir liggur að Björgvin Gíslason gítarleikari og Páll Eyvindsson bassaleikari voru meðal meðlima sveitarinnar, upplýsingar vantar um…

Flamingo [1] (1966-71)

Hljómsveitin Flamingo starfaði á Sauðárkróki og nágrenni á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar og lék þá á dansleikjum í Skagafirðinum og reyndar mun víðar á norðanverðu landinu. Flamingo (kvartett) var stofnuð upp úr Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar sem hafði verið starfandi á Króknum um árabil, þegar Haukur ákvað að hætta með sveit sína 1966 tóku…

Flakkarar [2] (1971)

Hljómsveit að nafni Flakkarar keppti í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1971. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar, starfstíma eða hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.

Flakkarar [1] (1969)

Hljómsveitin Flakkarar kom frá Akureyri og var skipuð meðlimum á unglingsaldri, hún starfaði í nokkra mánuði árið 1969. Sveitin var stofnuð líklega í upphafi árs 1969 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Árni Viðar Friðriksson gítarleikari, Grímur Sigurðsson bassaleikari, Árni Ketill Friðriksson trommuleikari, Gunnar Ringsted gítarleikari og Freysteinn Sigurðsson gítarleikari og söngvari, um mitt…

Flamingo [3] (1991-92)

Veturinn 1991-92 var söngskemmtun haldin í Ártúni í tilefni af 30 ára söngafmæli söngkonunnar Önnu Vilhjálmsdóttur. Hljómsveitin sem lék undir með Önnu á þessum skemmtunum bar heitið Flamingo en allar upplýsingar vantar um þessa sveit og er því hér með auglýst eftir þeim, þ.e. hverjir skipuðu sveitina og hljóðfæraskipan hennar.

Afmælisbörn 6. janúar 2021

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag, þau eru eftirfarandi: Þórunn Lárusdóttir leik- og söngkona er fjörutíu og átta ára gömul en hún hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi. Hún gaf t.a.m. út plötuna Álfar og tröll ásamt Friðrik Karlssyni 2006, jólaplötu með systrum sínum (Dísellu og Ingibjörgu) 2004 og hefur einnig sungið…