Foringjarnir (1986-91 / 2014-)
Hljómsveitin Foringjarnir birtist óvænt með einn af stórsmellum sumarsins 1987, þeir náðu hins vegar ekki að fylgja því eftir og sveitin hvarf jafnskjótt og hún hafði birst. Foringjarnir voru stofnaðir síðsumars 1986 en sveitin innihélt blöndu reynslubolta og nýliða úr ýmsum ólíkum áttum, þetta voru þeir Þórður Bogason söngvari, Einar Jónsson gítarleikari (Drýsill o.fl.), Oddur…