Flipp (1987)

Hljómsveit að nafni Flipp var starfandi á Bíldudal sumarið 1987 og hugsanlega lengur en sveitin var þá skipuð unglingum úr þorpinu.

Flipp var stofnuð um vorið 1987 og lék töluvert í heimahéraði um sumarið en einnig tók hún þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Skeljavík á Ströndum það sama sumar og hafnaði þar í öðru sæti.

Upplýsingar um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar er mjög af skornum skammti, vitað er að Benedikt Páll Jónsson hljómborðsleikari var meðal meðlima hennar en upplýsingar vantar um aðra.

Flipp starfaði sem fyrr segir um sumarið og fram á haust en þegar meðlimir hennar fóru í skóla utan heimabyggðar lagðist sveitin í dvala, ekki liggur fyrir hvort hún starfaði aftur síðar.