Fleksnes (1982-85)

Hljómsveitin Fleksnes starfaði á Hvolsvelli á níunda áratug síðustu aldar og var skipuð nokkrum grunnskólanemum, sveitin spilaði töluvert á heimaslóðum og héldu m.a. sjálfir opinberan dansleik í Hvoli þrátt fyrir ungan aldur.

Aðalsteinn Ingvason bassaleikari, Sölvi Rafn Rafnsson trommuleikari og Sigurjón Þórisson Fjeldsted gítarleikari stofnuðu sveitina og fljótlega bættust í hópinn Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari og Sveinn Ægir Árnason söngvari. Helen Óladóttir söng einnig með sveitinni um tíma.

Fleksnes starfaði á árunum 1982-85 en hætti störfum þegar meðlimir hennar héldu hver í sína áttina í framhaldsskóla að loknu grunnskólanámi haustið 1985.