Flintstones [2] (1989-90)

Flintstones

Tríóið Flintstones starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1989 og 90 og lék víða á tónleikum s.s. Rykkrokk og á porttónleikum hjá Hinu húsinu, sveitin lék hipparokk í anda Led Zeppelin og vakti nokkra athygli fyrir tónlist sína.

Sigurjón Axelsson gítarleikari var einn þeirra þriggja sem skipuðu Flintstones en ekki liggur fyrir hverjir hinir tveir voru, sveitin hafði verið mynduð upp úr hljómsvetinni Titanic sem hafði tekið þátt í Músíktilraunum um vorið 1989 en meðlimir þeirrar sveitar höfðu verið Páll Ú. Júlíusson trommuleikari og Sigurður Ragnarsson bassaleikari ásamt Sigurjóni, ekki er þó ljóst hvort þeir skipuðu þessa sveit með honum.