Flakavirkið (1985)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Flakavirkið en það ku vera færeyska orðið yfir frystihús.

Sveitin keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina sumarið 1985 í Atlavík.

Engar sögur fara af árangri Flakavirkisins í keppninni né hverjir skipuðu þessa sveit.