
Flat 5
Djasssveitin Flat 5 / Flat five (ᵇ5) starfaði veturinn 1982-83 meðal nemenda og kennara innan tónlistarskóla FÍH (Félags íslenskra hljómlistarmanna), og lék á nokkrum tónleikum.
Meðlimir Flat 5 voru Vilhjálmur Guðjónsson gítar-, saxófón- og píanóleikari (yfirkennari djassdeildar FÍH), Sigurður Long saxófónleikari, Ludwig Símonar víbrafón- og píanóleikari, Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari og Árni Áskelsson slagverksleikari. Þeir komu fyrst fram vorið 1983 en sveitin hafði verið stofnuð haustið á undan.
Þegar sveitin kom aftur fram á tónleikum um haustið 1983 hafði liðsskipan hennar breyst nokkuð, Vilhjálmur og Árni voru þá einir eftir af upprunalegu útgáfu hennar en í stað hinna voru komnir Árni Scheving bassaleikari, Þorleifur Gíslason saxófónleikari og Kristján Magnússon píanóleikari.