Flirt (2003)

Flirt

Hljómsveitin Flirt úr Kópavoginum var meðal keppenda í Músíktilraunum Hins hússins vorið 2003.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Hannesson trommuleikari, Guðlaugur Gíslason gítarleikari og Árni Magnússon bassaleikari.

Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og varð að líkindum ekki langlíf.