Flirt (2003)

Hljómsveitin Flirt úr Kópavoginum var meðal keppenda í Músíktilraunum Hins hússins vorið 2003. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Hannesson trommuleikari, Guðlaugur Gíslason gítarleikari og Árni Magnússon bassaleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og varð að líkindum ekki langlíf.

Fjarkar [2] (1969)

Heimildir greina frá hljómsveit starfandi 1969 á Fljótsdalshéraði, sem bar nafnið Fjarkar. Fáar heimildir finnast um þessa sveit sem að öllum líkindum starfaði við Alþýðuskólann að Eiðum en nafnarnir Árni Áskelsson og Árni Magnússon munu hafa verið meðal sveitarliða. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Fjarka eða á hvað hljóðfæri ofangreindir léku, Glatkistan óskar…