Afmælisbörn 29. janúar 2021

Stefán Sigurjónsson

Aðeins eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er skráð hjá Glatkistunni á þessum degi:

Það er Stefán Sigurjónsson skósmiður og tónlistarmaður í Vestmannaeyjum en hann er sextíu og sjö ára gamall í dag. Stefán sem er fæddur og uppalinn í Flóanum nam klarinettuleik á sínum yngri árum en hefur allan sinn starfsaldur rekið skóvinnustofu, fyrst á Selfossi en síðan í Vestmannaeyjum. Í Eyjum kenndi hann lengi við tónlistarkólann og hefur reyndar stýrt honum einnig. Þá stjórnaði Stefán Lúðrasveit Vestmannaeyja í tvo áratugi en áður hafði hann leikið með lúðrasveitinni Svaninum.

Vissir þú að dr. Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur og Birgir Örn Thoroddsen (Bibbi Curver) tónlistarmaður eru bræður?