Flamingo kvintettinn [1] (um 1958-59)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Flamingo kvintettinn.

Vitað er að hljómsveit undir þessu nafni starfaði í Hafnarfirði undir lok sjötta áratugar 20. aldarinnar og var Viðar Hörgdal Guðnason harmonikkuleikari einn meðlima hennar.

Sveit með þessu nafni lék á dansleik á Hótel Hveragerði vorið 1959 og er líklegt að um sömu sveit sé að ræða.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Flamingo kvintettinn.