Flautaþyrlarnir [2] (1998)

Árið 1998 starfrækti Herdís Hallvarðsdóttir (Grýlurnar, Islandica o.fl.) hljómsveit sem bar heitið Flautaþyrlarnir en sú sveit var líklega starfandi innan Fíladelfíusafnaðarins og flutti því trúarlegt efni, sveitin mun einnig hafa flutt efni á tónleikum sem Herdís hafði þá nýverið sent frá sér á sólóplötunni Það sem augað ekki sér.

Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu Flautaþyrlana ásamt Herdísi sem væntanlega lék á bassa í sveitinni, en ekki er ólíklegt að Gísli Helgason eiginmaður hennar hafi verið í henni. Lesendur Glatkistunnar mega gjarnan fylla í þær eyður sem hér þarf að fylla.