Flamingo kvartettinn (1958)

Flamingo kvartettinn starfaði á Norðurlandi, að öllum líkindum á Akureyri, árið 1958 og hugsanlega lengur.

Engar upplýsingar finnast um hverjir skipuðu þessa sveit og er óskað eftir upplýsingum um það sem og starfstíma hennar. Einhverju sinni var Óðinn auglýstur sem söngvari Flamingo og eru allar líkur á að þar sé átt við Óðin Valdimarsson sem fáeinum árum síðar sló í gegn með lögum eins og Er völlur grær (Ég er kominn heim), Einsi kaldi úr Eyjunum og Í kjallaranum.