Vikuskammtur Glatkistunnar kominn í gagnagrunninn

Það er miðvikudagur, lífið gengur sinn gang, og gagnagrunnur Glatkistunnar vex og dafnar sem aldrei fyrr. Í skammti þessarar viku erum við stödd í F-orðunum og hljómsveitir eins og Flo‘, Flow, Flower power, Flugfrakt og Formaika líta hér dagsins ljós en síðast nefnda sveitin vann sér það til frægðar að gefa út sjö tommu smáskífu…

Fóstbræður [3] (1997-2001)

Grínþættirnir Fóstbræður nutu mikilla vinsælda í sjónvarpi í kringum síðustu aldamót og má segja að þeir hafi mótað að nokkru leyti húmor heillar kynslóðar hér á landi. Framleiddar voru fimm seríur af Fóstbræðrum. Upphaf þáttanna má rekja til þess að sjónvarpsstöðin Stöð 3 leitaði til þeirra Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr til að gera grínþætti…

Fóstbræður [3] – Efni á plötum

Fóstbræður – Fóstbræður Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 247 Ár: 2001 1. Fóstbræðrastef 2001 2. Helgi persónulegi trúbadorinn – Óður til fjölskyldu minnar 3. Amfetamín sterar 4. Mogo Jacket – Dangerous girls 5. Trekant 6. Siggi – Ég tralla fyrir þig 7. Boccia þjálfarinn 8. Helgi persónulegi trúbadorinn – Árni 9. Kemur lykt af þér? 10.…

Formaika – Efni á plötum

Formaika [ep] Útgefandi: Formaika Útgáfunúmer: LYN 22523 Ár: 1991 1. King of soul 2. Lasy dazy man Flytjendur: Einar Pétur Heiðarsson – trommur Ottó Davíð Tynes – söngur og gítar Vernharður Jósefsson – gítar Karl Ægir Karlsson – bassi Hörður Bragason – hljómborð  

Formaika (1990-91)

Hljómsveitin Formaika starfaði í rétt tæplega tvö ár í byrjun tíunda áratugar liðinnar aldar og náði á þeim tíma að senda frá sér eina smáskífu. Formaika var stofnuð í ársbyrjun 1990 og voru meðlimir hennar Einar Pétur Heiðarsson trommuleikari, Karl Ægir Karlsson bassaleikari, Ottó Tynes söngvari og gítarleikari og Vernharður Jósefsson gítarleikari. Sveitin sem lék…

Flott öðru hvoru (1990)

Hljómsveit sem bar nafnið Flott öðru hvoru starfaði í Borgarnesi vorið 1990 og kom þá fram á á M-hátíð sem haldin var í þorpinu. Meðlimir sveitarinnar voru Lárus Már Hermannsson söngvari og trommuleikari, Ríkharður Mýrdal Harðarson bassaleikari, Baldur Kristinsson hljómborðsleikari og Brandur [?] gítarleikari. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.

Flower power (1995-96)

Hljómsveitin Flower power var að öllum líkindum ekki starfandi hljómsveit heldur samstarf nokkurra tónlistarmanna í hljóðveri sem gerðu nýja útgáfu af Kanínunni (Hey kanína) sem ísfirska hljómsveitin Ýr hafði pikkað upp úr erlendri útvarpsstöð mörgum árum fyrr og Sálin hans Jóns míns einnig gert skil nokkru síðar. Reyndar var Rafn Jónsson (úr Ýr) meðal flytjenda…

Flow (1995-97)

Hljómsveitin Flow frá Akureyri starfaði um tveggja ára skeið en var í raun hlekkur í sveit sem starfaði undir nokkrum  nöfnum. Sveitin hafði áður gengið undir nafninu Border og tók þátt í Músíktilraunum vorið 1995 undir því nafni, sveitin var þá skipuð þeim Karli Henrý Hákonarsyni söngvara og bassaleikara, Friðriki Flosasyni gítarleikara, Inga Þór Tryggvasyni…

Flood (2000)

Hljómsveitin Flood starfaði um aldamótin og lék þá melódískt kristilegt rokk. Engar upplýsingar er að finna um hvenær Flood var stofnuð en fyrstu heimildir er að finna um sveitina þegar hún lék á samkomu sem haldin var í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmælinu sumarið 2000. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Edgar Smári Atlason söngvari, Magnús Árni…

Flo´ (1993-97)

Dúóið Flo´ (einnig ritað einfaldlega Flo) vakti nokkra athygli vorið 1996 þegar það var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar en þeir munu hafa verið fyrsta technosveitin sem birtist þar, léku það sem var skilgreint sem ambient skotið techno. Það voru þeir Jóhannes Árnason og Björn Ófeigsson sem skipuðu Flo´ en þeir höfðu byrjað að vinna…

Flugfrakt (1980)

Vorið 1980 var stofnuð hljómsveit á Akureyri sem gekk undir nafninu Flugfrakt, sveitinni var ætlað stórt hlutverk og byrjaði á því að senda út fréttatilkynningu á alla fjölmiðla landsins þess efnis að hún myndi leika á fjölda dansleikja á næstunni og með fylgdi símanúmer. Sveitin spilaði hins vegar aldrei opinberlega og dó drottni sínu fljótlega.…

Fló (1975-77)

Hljómsveit undir nafninu Fló starfaði á Dalvík í um eitt og hálft ár að minnsta kosti um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1975 en engar upplýsingar liggja fyrir um hana fyrr en um ári síðar en þá voru meðlimir hennar Egill Antonsson söngvari og píanóleikari, Elías Árnason orgelleikari, Einar…

Fluxus (1994)

Fluxus var eins manns sveit Jóhanns Jóhannssonar (Ham, Daisy hill puppy farm o.fl.) en hann sendi frá sér eitt lag á safnplötu vorið 1994, gamla Þú og ég slagarann Dans dans dans, á safnplötunni Reif í staurinn. Jóhann hafði söngkonuna Selmu Björnsdóttur sér til halds og trausts í laginu en hann gaf ekki út meira…

Afmælisbörn 3. febrúar 2021

Afmælisbörn dagsins eru þrjár dömur að þessu sinni: Flautuleikarinn Guðrún S. Birgisdóttir er sextíu og fimm ára gömul í dag. Guðrún nam flautuleik hjá Manuelu Wiesler hér heima áður en hún fór í framhaldsnám í Noregi og Frakklandi þar sem hún lauk einleikaraprófi, en hún starfaði í París í fáein ár áður en hún kom…