Fluxus (1994)

Fluxus var eins manns sveit Jóhanns Jóhannssonar (Ham, Daisy hill puppy farm o.fl.) en hann sendi frá sér eitt lag á safnplötu vorið 1994, gamla Þú og ég slagarann Dans dans dans, á safnplötunni Reif í staurinn.

Jóhann hafði söngkonuna Selmu Björnsdóttur sér til halds og trausts í laginu en hann gaf ekki út meira efni undir þessu nafni.