Fló (1975-77)

Fló frá Dalvík

Hljómsveit undir nafninu Fló starfaði á Dalvík í um eitt og hálft ár að minnsta kosti um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar.

Sveitin var stofnuð haustið 1975 en engar upplýsingar liggja fyrir um hana fyrr en um ári síðar en þá voru meðlimir hennar Egill Antonsson söngvari og píanóleikari, Elías Árnason orgelleikari, Einar Arngrímsson bassaleikari og söngvari, Vignir Hallgrímsson trommuleikari og Júlíus Jónassson gítarleikari.

Fló starfaði að minnsta kosti fram yfir áramótin 1976-77 en hversu lengi er ekki vitað, eða hvort aðrir komu við sögu sveitarinnar.