Flugfrakt (1980)

Flugfrakt

Vorið 1980 var stofnuð hljómsveit á Akureyri sem gekk undir nafninu Flugfrakt, sveitinni var ætlað stórt hlutverk og byrjaði á því að senda út fréttatilkynningu á alla fjölmiðla landsins þess efnis að hún myndi leika á fjölda dansleikja á næstunni og með fylgdi símanúmer. Sveitin spilaði hins vegar aldrei opinberlega og dó drottni sínu fljótlega.

Meðlimir hennar voru Ingjaldur Arnþórsson söngvari og gítarleikari, Hreinn Laufdal söngvari, gítar- og flautuleikari, Sigfús E. Arnþórsson söngvari og hljómborðsleikari, Gunnar Sveinarsson söngvari og bassaleikari, Leó Torfason og Jón Berg trommuleikari.