Flugfrakt (1980)

Vorið 1980 var stofnuð hljómsveit á Akureyri sem gekk undir nafninu Flugfrakt, sveitinni var ætlað stórt hlutverk og byrjaði á því að senda út fréttatilkynningu á alla fjölmiðla landsins þess efnis að hún myndi leika á fjölda dansleikja á næstunni og með fylgdi símanúmer. Sveitin spilaði hins vegar aldrei opinberlega og dó drottni sínu fljótlega.…

Gott í skóinn (1991)

Jólalagadúettinn Gott í skóinn starfaði á aðventunni 1991 á Akureyri og skemmti með söng og hljóðfæraleik á veitingastaðnum Uppanum. Það voru bræðurnir Sigfús hljómborðsleikari og Ingjaldur gítarleikari Arnþórssynir sem skipuðu dúettinn en þeir sungu jafnframt báðir.

Tíglar [4] (1983-2008)

Hljómsveitin Tíglar (Tíglarnir) var langlíf sveit sem spilaði einkum gömlu dansana og lék um árabil á danshúsum í Reykjavík við fastráðningu, líftími hennar var líklega frá 1983 og fram á þessa öld, jafnvel til 2008 eða lengur en hin síðari ár starfaði hún fremur stopult. Meðlimaskipan Tígla var eitthvað á reiki enda starfa langlífar sveitir…

Namm (1990-96)

Hljómsveitin Namm frá Akureyri var áberandi í skemmtanalífinu norðan heiða en sveitin var hreinræktuð ballhljómsveit. Hljómsveitin var stofnuð 1990 og framan af voru meðlimir hennar Viðar Garðarsson bassaleikari (Drykkir innbyrðis o.fl.), Karl Petersen trommuleikari (Opus, Na nú na o.fl.), Hlynur Guðmundsson gítarleikari (Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar o.fl.), Sigfús Arnþórsson hljómborðsleikari (Möðruvallamunkarnir o.fl.) og Júlíus Guðmundsson söngvari…

Möðruvallamunkarnir (1982-83)

Hljómsveitin Möðruvallarmunkarnir frá Akureyri (einnig nefndir Munkarnir) starfaði um nokkurra mánaða skeið 1982 og 83, nafn hennar var fengið frá Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi en hann skrifaði á sínum tíma leikritið Munkana frá Möðruvöllum. Sveitin var stofnuð síðla árs 1982 og var skilgreind sem rokksveit en innihélt engu að síður engan gítarleikara. Meðlimir hennar voru…

Skarr [1] (1982)

Skarr var hljómsveit sem starfaði á Akureyri 1982 en mun ekki hafa spilað opinberlega, ekki er ljóst hverjir skipuðu sveitina aðrir en Ingjaldur Arnþórsson, Hreinn Laufdal og Sigfús Arnþórsson. Hvergi kemur fram hvernig skipan hljóðfæra var í Skarr.