Flood (2000)

Flood

Hljómsveitin Flood starfaði um aldamótin og lék þá melódískt kristilegt rokk.

Engar upplýsingar er að finna um hvenær Flood var stofnuð en fyrstu heimildir er að finna um sveitina þegar hún lék á samkomu sem haldin var í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmælinu sumarið 2000.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Edgar Smári Atlason söngvari, Magnús Árni Öder Kristinsson bassaleikari, Björn Ólafsson trommuleikari og Símon Hjaltason gítarleikari en þegar Styrmir Hafliðason bættist í hópinn síðsumars 2000 breyttu þeir félagar um nafn og tóku upp nafni Godzpeed.