Vikuskammtur Glatkistunnar kominn í gagnagrunninn

Fóstbræður

Það er miðvikudagur, lífið gengur sinn gang, og gagnagrunnur Glatkistunnar vex og dafnar sem aldrei fyrr. Í skammti þessarar viku erum við stödd í F-orðunum og hljómsveitir eins og Flo‘, Flow, Flower power, Flugfrakt og Formaika líta hér dagsins ljós en síðast nefnda sveitin vann sér það til frægðar að gefa út sjö tommu smáskífu í tólf tommu plötuumslagi. Hér er svo einnig sérstaklega nefndur grínhópurinn Fóstbræður sem gerði garðinn frægan með tímamóta grínþáttum í sjónvarpi í kringum síðustu aldamót og sendi þá frá sér plötu með úrvali grínefnis úr þáttunum.