Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar

Drýsill2

Drýsill

Verulega bættist í gagnagrunn Glatkistunnar í gærkvöldi þegar upplýsingar um á annað hundrað hljómsveita og tónlistarmanna bættist í hann. Langmesta efnið var í bókstafnum D en einnig bættist lítillega inn í Ð. Sem dæmi um kunnugleg nöfn sem nú hafa bæst í flóruna má nefna Dáta, Drýsil, Das Kapital, Dúmbó og Steina og Daisy hill puppy farm.

Gagnagrunnurinn inniheldur nú upplýsingar um yfir tólf hundruð hljómsveitir og aðra flytjendur og fer fjölgandi en það er aðeins lítið brot þess sem koma skal en lauslega áætlað gæti sú tala farið vel á annan tug þúsunda.

Enn skal minnt á að Glatkistan er gagnvirkur vefur, þeir sem vilja geta sent ábendingar um leiðréttingar, viðbætur, myndefni o.s.frv. geta sent línu á glatkistan@glatkistan.com.

Einnig er minnt á Facebook-síðu Glatkistunnar.