Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar

Paradís 3

Paradís með Pétur Kristjánsson í broddi fylkingar

Enn stækkar gagnagrunnur Glatkistunnar, í aprílmánuði bættust við á fjórða tug hljómsveita og annarra tónlistarflytjenda í grunninn og telur hann nú rétt tæplega fimmtán hundruð flytjendur.

Meðal þeirra sem bættust við í apríl má nefna stórhljómsveitir eins og Paradís en einnig minni spámenn eins og Pal brothers, Pandóra og svo nokkrar sveitir sem bera nafnið Pass.

Áfram verður unnið í P-inu enda af nógu þar að taka.