Vilhjálmur Vilhjálmsson, Vinir Dóra og fleiri bætast í hópinn

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar sem aldrei fyrr og inniheldur nú upplýsingar um 2900 hljómsveitir, tónlistarkonur/menn, kóra, útgefendur, tónlistartengda viðburði og staði, lúðrasveitir o.s.frv. Lesendur eru duglegir að miðla upplýsingum, viðbótum, leiðréttingum og myndefni til síðunnar og er þeim færðar kærar þakkir fyrir það.

Undanfarna mánuði hefur verið unnið við og bætt við bókstafina „V“ og „B“ í gagnagrunninum og má þar fyrst nefna nöfn eins og Vilhjálm Vilhjálmsson, Brimkló, Brunaliðið, Bruna BB, Viðar Alfreðsson, Bootlegs og Vini Dóra en síðast talda sveitin bættist við fyrr í kvöld og skartar einmitt þrjátíu ára afmæli um þessar mundir. Auk ofangreindra hafa bæst við hundruðir aðrir flytjenda síðustu mánuðina, og þannig verður haldið áfram við verkefnið endalausa.