Vígspá – Efni á plötum

Vígspá – Lík 1228 [demo] Útgefandi: Harðkjarni Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1999 1. Vökvi 2. Upphaf heimsendis 3. Lík 1228 Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Vígspá – Upphaf heimsendis Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1999 1. Hvernig brást ég 2. Engu betri 3. Vökvi 4. Vanlíðan 5. Heimsmynd 6. Upphaf heimsendis…

Vígspá (1999-2003)

Hljómsveitin Vígspá var meðal þeirra fremstu í harðkjarnasenunni sem braust fram með látum í kringum síðustu aldamót, sveitin sendi frá sér fjórar skífur. Stofnun Vígspár átti sér nokkurn aðdraganda en Rúnar Ólafsson trommuleikari, Freyr [?] gítarleikari, Valdi [?] Olsen gítarleikari og Árni [?] bassaleikari ásamt söngvara höfðu starfað saman frá upphafi árs 1998 undir nafninu…

Vígþryma (1971-73)

Hljómsveitin Vígþryma starfaði í Hafnafirði í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar, og var skipuð ungum hljóðfæraleikurum. Meðlimir Vígþrymu voru Björn Thoroddsen gítarleikari, Jónatan Garðarsson söngvari, Jón Trausti Harðarson bassaleikari og Svavar Ellertsson trommuleikari. Sveitin fór í gegnum mannabreytingar og tók þá upp nafnið IngiLár áður en hún varð að Laufinu, sem margir þekkja.

Víkingasveitin [2] – Efni á plötum

Víkingasveitin [2] – Víkingaveisla / A viking feast with the Viking band in Fjörukráin Útgefandi: Víkingasveitin og Fjörukráin Útgáfunúmer: VS.CD. 01 Ár: 1994 1. Krummi krunkar úti 2. Á Sprengisandi 3. Hríseyjar-Marta 4. Lifandi er ég 5. Forboðin ást 6. Dufl og dans 7. Suðurnesjamenn 8. Draumferðir 9. Vísur Vatnsenda Rósu 10. Metta mittisnetta 11.…

Víkingasveitin [2] (1993-2016)

Víkingasveitin úr Hafnarfirði (einnig stundum nefnd Víkingarnir / Víkingabandið) mun hafa starfað í á þriðja áratug en sveitin var áberandi á víkingahátíðum hvers kyns hér á landi, oft í tenglum við Fjörukrána. Hún lék m.a. erlendis á slíkum hátíðum í Hafnarfirði en einnig í Svíþjóð og Þýskalandi, þá lék sveitin ennfremur á Íslendingahátíð vestan hafs…

Víkingar [2] (1994)

Söngsveitin Víkingar hefur starfað í Garði um áratuga skeið og skemmt Suðurnesjabúum með söng. Víkingar, sem reyndar er karlakór mun hafa verið stofnaður í árslok 1994 en hugmyndin að stofnun hans má rekja til útilegu sem nokkrir söngmenn úr Garðinum höfðu verið í fyrir norðan fyrr sama ár, þar sem söngur og gleði hafði ríkt.…

Víkingasveitin [1] (1992)

Óskað er eftir upplýsingum um ballsveit sem starfaði á Djúpavogi árið 1992 undir nafninu Víkingasveitin, þ.m.t. um meðlimi, starfstíma og annað bitastætt. Þessi sveit er einnig sögð heita Víkingabandið en líklega er fyrrnefnda nafnið réttara.

Víbrar [2] (1991)

Hljómsveitin Víbrar kom úr Hafnarfirði og var starfandi 1991, það vorið tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Númi [?] söngvari, Óskar I. Gíslason trommuleikari, Guðmundur Aðalsteinsson bassaleikari (Kórak o.fl.), Gunnar Þ. Jónsson gítarleikari (Sóldögg o.fl.) og Hákon Sveinsson hljómborðsleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og hætti störfum fljótlega.

Vitrun (1994)

Hljómsveitin Vitrun úr Mosfellsbæ vakti nokkra athygli með tveimur lögum á safnplötunum Algjört kúl og Ýkt böst vorið 1994. Helgi Már Hübner (sem gengur undir nafninu Hitesh Ceon) starfrækti sveitina og var hún hálfgildings eins manns verkefni en hann fékk sér til liðsinnis aðstoðarfólk þegar þurfti, þannig söng Anna Björk Ólafsdóttir með honum á fyrrnefndu…

Vitringarnir þrír (2001)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Vitringana þrjá. Vitringarnir þrír voru án nokkurs vafa tríó, sem starfaði árið 2001 en meira liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Víkingur (1910-13)

Litlar sem engar heimildir liggja fyrir um lúðrahóp sem bar heitið Víkingur og starfaði í bænum Wynyard undir stjórn Helga Helgason lúðrasveitafrumkvöðuls, en hann bjó á Íslendingaslóðum í Vesturheimi um nokkurra ára skeið. Engar upplýsingar er að finna um stærð sveitarinnar eða hljóðfæraskipan en Helgi mun hafa sett hana á stofn og stjórnað henni, líklega…

Víkingasveitin [3] (2007-)

Innan Lúðrasveitar Stykkishólms eru starfandi nokkrir minni hópar og er Víkingasveitin meðal þeirra. Víkingasveitin var stofnuð árið 2007 og er líklega stofnuð í höfuðið á Víkingi Jóhannssyni sem var fyrsti stjórnandi Lúðrasveitar Stykkishólms, sveitin mun víst innihalda þá sem lengst eru komnir í hljóðfæraleiknum eins og það er orðað og er þá væntanlega í því…

Afmælisbörn 25. apríl 2019

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 á stórafmæli en hann er fimmtugur í dag, hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í yfir tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum…