
Víbrar
Hljómsveitin Víbrar kom úr Hafnarfirði og var starfandi 1991, það vorið tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Númi [?] söngvari, Óskar I. Gíslason trommuleikari, Guðmundur Aðalsteinsson bassaleikari (Kórak o.fl.), Gunnar Þ. Jónsson gítarleikari (Sóldögg o.fl.) og Hákon Sveinsson hljómborðsleikari.
Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og hætti störfum fljótlega.