Vitrun (1994)

Vitrun

Hljómsveitin Vitrun úr Mosfellsbæ vakti nokkra athygli með tveimur lögum á safnplötunum Algjört kúl og Ýkt böst vorið 1994.

Helgi Már Hübner (sem gengur undir nafninu Hitesh Ceon) starfrækti sveitina og var hún hálfgildings eins manns verkefni en hann fékk sér til liðsinnis aðstoðarfólk þegar þurfti, þannig söng Anna Björk Ólafsdóttir með honum á fyrrnefndu safnplötunni og jafnframt lék Egill Örn Hübner bróðir hans með honum á gítar.

Sveitin kom örsjaldan fram opinberlega og þannig mun Kristján Guttesen hafa starfað með þeim Helga og Önnu Björk sem tríó, einnig mun Valdimar Kristjánsson trommuleikari kom eitthvað við sögu Vitrunar en upplýsingar um sveitina eru mjög af skornum skammti.