Vitrun (1994)

Hljómsveitin Vitrun úr Mosfellsbæ vakti nokkra athygli með tveimur lögum á safnplötunum Algjört kúl og Ýkt böst vorið 1994. Helgi Már Hübner (sem gengur undir nafninu Hitesh Ceon) starfrækti sveitina og var hún hálfgildings eins manns verkefni en hann fékk sér til liðsinnis aðstoðarfólk þegar þurfti, þannig söng Anna Björk Ólafsdóttir með honum á fyrrnefndu…

Inner core (1993)

Inner core var dúett sem þeir Helgi Már Hübner og Lýður Þrastarson starfræktu 1993. Þeir félagar unnu heilmikið danstónlistarefni og eitthvað af því rataði til útvarpsstöðvanna en einungis eitt lag var gefið út á plötu, safnplötunni Reif í tætlur sem kom út vorið 1993.