Kórak (1992)

Kórak

Kórak

Hljómsveitin Kórak var skammlíf sveit, starfaði líklega einungis um nokkurra mánaða skeið 1992.

Meðlimir sveitarinnar áttu þó flestir eftir að gera garðinn frægan annars staðar en þeir voru Gunnar Þór Jónsson gítarleikari (Sóldögg o.fl.), Tómas H. Jóhannsson trommuleikari (Tríó Jóns Leifs, Sálin hans Jóns míns o.fl.), Guðmundur Aðalsteinsson bassaleikari (Víbrar[2]), Haraldur Gunnlaugsson gítarleikari (Brak o.fl.) og Sigurður Þór Björgvinsson söngvari, hann er sonur Björgvins Halldórssonar.