Kraumfenginn (2000)

engin mynd tiltækBjarki Þór Guðmundsson trommuleikari, Þorsteinn Gíslason gítarleikari, Hallur H. Jónsson hljómborðsleikari, Sigurbjörn Gíslason [?], Sturlaugur A. Gunnarsson bassaleikari og Gunnar Gunnarsson saxófónleikari skipuðu hljómsveitina Kraumfenginn en hún keppti í Músíktilraunum árið 2000. Þrátt fyrir að sveitin kæmist ekki áfram í úrslit var Hallur kjörinn besti hljómborðsleikari tilraunanna í það skiptið. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.