Subhumans (2000)

Subhumans

Hljómsveitin Subhumans starfaði á Akranesi árið 2000 en ekki liggur fyrir hversu lengi.

Sveitin var nokkuð áberandi haustið 2000, var þá m.a. meðal keppenda í tónlistarkeppni NFFA í Fjölbrautaskóla Vesturlands og spilaði einnig meira opinberlega um það leyti.

Þeir Hallur Heiðar Jónsson hljómborðsleikari og Bjarki Þór Jónsson trommuleikari var líkast til meðlimir Subhumans en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hljómsveitarinnar og er því hér með óskað eftir þeim, sem og um aðrar tiltækar upplýsingar um þessa sveit.