
Stöff frá Sauðárkróki
Á Sauðárkróki starfandi árið 1969 um tíma hljómsveit sem gekk undir nafninu Stöff (Stuff) en hún var að öllum líkindum stofnuð upp úr annarri sveit sem bar nafnið Afturgangan. Meðlimir Stöff voru þeir Hörður G. Ólafsson bassaleikari, Valgeir Kárason gítarleikari og söngvari, Sveinn Ingason gítarleikari, Guðni Friðriksson orgelleikari og Jóhann Friðriksson trommuleikari.
Sveitin virðist ekki hafa verið langlíf en frekari upplýsingar um hana mætti gjarnan senda Glatkistunni.