Stórbruni (1997)

Stórbruni

Hljómsveitin Stórbruni var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1997 en vakti ekki mikla athygli, komst m.ö.o. ekki í úrslit keppninnar. Stórbruni hlýtur þó að teljast athyglisverð fyrir þær sakir að innan sveitarinnar var söngvari og gítarleikari Jóhannes Haukur Jóhannesson sem síðar var mun þekktari sem leikari, aðrir meðlimir hennar voru þeir Hannes Berg Þórarinsson bassaleikari, Jón Gunnar Kristjánsson trommuleikari og Þór Óskar Fitzgerald gítarleikari.

Svo virðist sem Stórbruni hafi hætt störfum fljótlega eftir Músíktilraunir.